„Þetta er erfitt, en að sama skapi var ég búinn að íhuga þetta lengi," sagði Indriði Sigurðsson þegar Fótbolti.net heyrði í honum fyrir leik KR og Víkings Ólafsvíkur í kvöld.
„Það hlaut að koma að þessu, maður er ekkert unglamb lengur."
Indriði greindi frá því undir lok síðustu viku að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.
„Það hlaut að koma að þessu, maður er ekkert unglamb lengur."
Indriði greindi frá því undir lok síðustu viku að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.
Indriði varð tvöfaldur meistari með KR árið 1999 og hélt í framhaldinu út í atvinnumennsku. Hann snéri aftur til uppeldisfélagsins að loknum glæstum atvinnumannaferli fyrir keppnistímabilið í fyrra.
Indiði ætlar að aðstoðar þjálfarateymi KR út sumarið.
„Ég verð þeim eitthvað innan handar. Ég verð með strákunum út leiktíðina sem er frábært."
Á ferlinum lék Indriði 66 landsleiki fyrir Ísland en í atvinnumennsku lék hann fyrir Lilleström, Lyn og Viking í Noregi og Genk í Belgíu.
„Eitthvað hefur maður gert rétt. Maður var í 16 ár úti og ég hef alltaf yfirleitt verið í byrjunarliði og spilað."
Hann segir að þjálfun komi til greina í framtíðinni.
„Að sjálfsögðu. Ég er ekkert endilega að leitast eftir því, en það er klárt mál að maður þarf á einhverjum tímapunkti að prófa það. Ég tel að ég hafi eitthvað til brunns að bera, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós."
„Akkúrat núna er fókusinn á að klára tímabilið með KR."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir