Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
banner
   mán 31. júlí 2017 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Indriði: Maður er ekkert unglamb lengur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er erfitt, en að sama skapi var ég búinn að íhuga þetta lengi," sagði Indriði Sigurðsson þegar Fótbolti.net heyrði í honum fyrir leik KR og Víkings Ólafsvíkur í kvöld.

„Það hlaut að koma að þessu, maður er ekkert unglamb lengur."

Indriði greindi frá því undir lok síðustu viku að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli.

Indriði varð tvöfaldur meistari með KR árið 1999 og hélt í framhaldinu út í atvinnumennsku. Hann snéri aftur til uppeldisfélagsins að loknum glæstum atvinnumannaferli fyrir keppnistímabilið í fyrra.

Indiði ætlar að aðstoðar þjálfarateymi KR út sumarið.

„Ég verð þeim eitthvað innan handar. Ég verð með strákunum út leiktíðina sem er frábært."

Á ferlinum lék Indriði 66 landsleiki fyrir Ísland en í atvinnumennsku lék hann fyrir Lilleström, Lyn og Viking í Noregi og Genk í Belgíu.

„Eitthvað hefur maður gert rétt. Maður var í 16 ár úti og ég hef alltaf yfirleitt verið í byrjunarliði og spilað."

Hann segir að þjálfun komi til greina í framtíðinni.

„Að sjálfsögðu. Ég er ekkert endilega að leitast eftir því, en það er klárt mál að maður þarf á einhverjum tímapunkti að prófa það. Ég tel að ég hafi eitthvað til brunns að bera, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós."

„Akkúrat núna er fókusinn á að klára tímabilið með KR."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner