Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Þrjár tvennur í stórsigri Barca
Mynd: EPA
Barcelona 6 - 0 Valencia
1-0 Fermin Lopez ('29 )
2-0 Raphinha ('53 )
3-0 Fermin Lopez ('56 )
4-0 Raphinha ('66 )
5-0 Robert Lewandowski ('76 )
6-0 Robert Lewandowski ('86 )

Spánarmeistarar Barcelona tóku á móti Valencia í lokaleik kvöldsins í La Liga, efstu deild spænska boltans.

Fermín López skoraði eina markið í fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust eftir leikhlé.

López bætti öðru marki við í síðari hálfleik og skoruðu Raphinha og Robert Lewandowski sitthvora tvennuna eftir að hafa komið inn af bekknum í 6-0 stórsigri.

Marcus Rashford var í byrjunarliðinu og lagði upp áður en honum var skipt af velli á 68. mínútu.

Barcelona er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan sigur, með tíu stig eftir fjórar umferðir. Tveimur stigum á eftir Real Madrid.

Valencia er með fjögur stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner