Bradley Barcola var í byrjunarliði Paris Saint-Germain og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Lens í frönsku deildinni í dag.
Vitinha lagði bæði mörkin upp, það fyrra snemma leiks og það seinna í upphafi síðari hálfleiks.
Lens sýndi flotta frammistöðu og fékk góð færi til að skora sem nýttust ekki. PSG stóð þó uppi sem sigurvegari og eru meistararnir með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðirnar.
Lyon gat jafnað PSG á stigum á toppi deildarinnar með sigri á útivelli gegn Rennes í kvöld.
Corentin Tolisso tók forystuna fyrir Lyon snemma leiks eftir undirbúning frá Ainsley Maitland-Niles og leiddu gestirnir allt þar til á lokakaflanum. Þessir fyrrum leikmenn FC Bayern og Arsenal tengdu vel til að taka forystuna.
Tyler Morton, sem er uppalinn hjá Liverpool, fékk svo að líta beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu á 75. mínútu. Þetta rauða spjald átti eftir að skipta sköpum því heimamenn í liði Rennes sneru leiknum við.
Anthony Rouault jafnaði metin skömmu eftir rauða spjaldið og skoruðu heimamenn tvö mörk í uppbótartímanum til að stela sigrinum gegn tíu gestum. Lokatölur 3-1.
Lyon nær því ekki að halda pressu á toppliði PSG og er með 9 stig eftir 4 umferðir, tveimur stigum meira heldur en Rennes.
Strasbourg, systurfélag Chelsea, lagði Le Havre að velli í dag á meðan Paris FC vann óvænt á útivelli gegn Brest, sem hefur farið illa af stað á nýju tímabili.
Lille er í öðru sæti deildarinnar eftir endurkomusigur gegn Toulouse en Hákon Arnar Haraldsson var ekki í hóp.
PSG 2 - 0 Lens
1-0 Bradley Barcola ('15)
2-0 Bradley Barcola ('51)
Rennes 3 - 1 Lyon
Strasbourg 1 - 0 Le Havre
Brest 1 - 2 Paris FC
Lille 2 - 1 Toulouse
Metz 1 - 1 Angers
Athugasemdir