Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 31. júlí 2024 21:07
Sævar Þór Sveinsson
„Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum“
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var skiljanlega vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 3-2 gegn Víkingi Reykjavík eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Liðin mættust í 15. umferð Bestu deild kvenna núna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 FH

Já, ég er svo sannarlega vonsvikinn. Þetta er bara óþolandi að tapa fótboltaleikjum.“

Hvernig fannst Guðna frammistaða síns liðs í kvöld?

Kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn nokkuð góður. Fáum á okkur fyrsta markið í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Við gerðum breytingar, taktískar, í hálfleik. Það virkaði ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir mínútu eða minna en það. Þurfum að gera aðra breytingu, skiptingu út af meiðslum. Þá erum við búnir að henda tveimur slottum í meiðslaskiptingar sem var heldur ekki gott.

Ég hugsaði þannig, jú jú, kannski er þá bara jafntefli sanngjarnt en þá fáum við á okkur þriðja markið. Það var alvöru sárt maður, rothögg.

Næsti leikur hjá FH er ekki fyrr en 9. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. FH hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og var Guðni því spurður hvort það væri fínt fyrir liðið að fá smá pásu núna.

Ég veit það ekki. Þetta er svona beggja blands. Þú vilt líka svara fyrir töp en það er kannski rétt hjá þér. Við erum búin að tapa fjórum leikjum þá er kannski ágætt að hugsa aðeins og anda með nefinu og reyna finna lausnir.

Þrír leikir eru eftir af deildinni áður en henni er síðan skipt upp í efri og neðri hluta.

Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum. Við vorum með ágætis forskot, það forskot er farið. Ef við fáum ekki fleiri stig þá verðum við bara að berjast við það að halda okkur í deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner