Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mið 31. júlí 2024 21:07
Sævar Þór Sveinsson
„Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum“
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var skiljanlega vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 3-2 gegn Víkingi Reykjavík eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Liðin mættust í 15. umferð Bestu deild kvenna núna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 FH

Já, ég er svo sannarlega vonsvikinn. Þetta er bara óþolandi að tapa fótboltaleikjum.“

Hvernig fannst Guðna frammistaða síns liðs í kvöld?

Kaflaskipt. Fyrri hálfleikurinn nokkuð góður. Fáum á okkur fyrsta markið í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Við gerðum breytingar, taktískar, í hálfleik. Það virkaði ekki betur en svo að við fengum á okkur mark eftir mínútu eða minna en það. Þurfum að gera aðra breytingu, skiptingu út af meiðslum. Þá erum við búnir að henda tveimur slottum í meiðslaskiptingar sem var heldur ekki gott.

Ég hugsaði þannig, jú jú, kannski er þá bara jafntefli sanngjarnt en þá fáum við á okkur þriðja markið. Það var alvöru sárt maður, rothögg.

Næsti leikur hjá FH er ekki fyrr en 9. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar. FH hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og var Guðni því spurður hvort það væri fínt fyrir liðið að fá smá pásu núna.

Ég veit það ekki. Þetta er svona beggja blands. Þú vilt líka svara fyrir töp en það er kannski rétt hjá þér. Við erum búin að tapa fjórum leikjum þá er kannski ágætt að hugsa aðeins og anda með nefinu og reyna finna lausnir.

Þrír leikir eru eftir af deildinni áður en henni er síðan skipt upp í efri og neðri hluta.

Á meðan við vinnum ekki fótboltaleiki þá verðum við ekki í efri hlutanum. Við vorum með ágætis forskot, það forskot er farið. Ef við fáum ekki fleiri stig þá verðum við bara að berjast við það að halda okkur í deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner