Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 31. júlí 2024 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Katie Cousins: Skrítið að spila á móti honum
Hetja Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki
Kvenaboltinn
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hetja Vals.
Var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við berum virðingu fyrir þeim og við vorum klárar. Við vissum að ef við myndum spila góðan fótbolta, þá yrði þetta góður leikur. Ég er hæstánægð með sigurinn," sagði Katie Cousins, hetja Vals í sigrinum á Breiðabliki, við Fótbolta.net í kvöld.

Um var að ræða algjöran toppslag en Valur vann 1-0 og er núna með þriggja stiga forskot á toppnum. Katie gerði sigurmarkið í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en þetta var ekki úrslitaleikur. Við vorum tilbúnar þar sem við höfðum æft vel. Við vorum spenntar."

Um markið sitt sagði hún: „Ég var galopin og um leið og ég fékk boltann, þá reyndi ég bara að setja hann á markið. Sem betur fór hann inn. Ég var bara búin að skora eitt mark á tímabilinu fyrir þennan leik. Ég hef reynt og það var gott að sjá hann fara inn."

Katie er á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og í fyrra. Hún er núna hjá Íslandsmeisturum Vals og líður vel þar. Hún bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi eftir að hún kom hingað fyrst, en það atvikaðist þannig og hún er ánægð með ákvörðun sína.

„Þetta var svolítil breyting. Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég er mjög ánægð með hana. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stelpurnar hafa tekið svo vel á móti mér og þýtt allt fyrir mig. Þetta hefur verið gott."

„Ég er núna á þriðja ári hérna og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég bjóst aldrei við að koma aftur eftir hin tímabilin. Ég tek þetta ár fyrir ár," segir Katie en hún spilaði í dag gegn gamla þjálfaranum sínum, Nik Chamberlain. Þjálfaranum sem fékk hana til Íslands 2021 og svo aftur í fyrra.

„Ég spilaði í tvö ár fyrir hann og það er skrítið að spila á móti honum. En á sama tíma er ég þakklát."

Katie er spennt fyrir næstum mánuðum í Val en hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner