Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mið 31. júlí 2024 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Katie Cousins: Skrítið að spila á móti honum
Hetja Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hetja Vals.
Var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við berum virðingu fyrir þeim og við vorum klárar. Við vissum að ef við myndum spila góðan fótbolta, þá yrði þetta góður leikur. Ég er hæstánægð með sigurinn," sagði Katie Cousins, hetja Vals í sigrinum á Breiðabliki, við Fótbolta.net í kvöld.

Um var að ræða algjöran toppslag en Valur vann 1-0 og er núna með þriggja stiga forskot á toppnum. Katie gerði sigurmarkið í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en þetta var ekki úrslitaleikur. Við vorum tilbúnar þar sem við höfðum æft vel. Við vorum spenntar."

Um markið sitt sagði hún: „Ég var galopin og um leið og ég fékk boltann, þá reyndi ég bara að setja hann á markið. Sem betur fór hann inn. Ég var bara búin að skora eitt mark á tímabilinu fyrir þennan leik. Ég hef reynt og það var gott að sjá hann fara inn."

Katie er á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og í fyrra. Hún er núna hjá Íslandsmeisturum Vals og líður vel þar. Hún bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi eftir að hún kom hingað fyrst, en það atvikaðist þannig og hún er ánægð með ákvörðun sína.

„Þetta var svolítil breyting. Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég er mjög ánægð með hana. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stelpurnar hafa tekið svo vel á móti mér og þýtt allt fyrir mig. Þetta hefur verið gott."

„Ég er núna á þriðja ári hérna og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég bjóst aldrei við að koma aftur eftir hin tímabilin. Ég tek þetta ár fyrir ár," segir Katie en hún spilaði í dag gegn gamla þjálfaranum sínum, Nik Chamberlain. Þjálfaranum sem fékk hana til Íslands 2021 og svo aftur í fyrra.

„Ég spilaði í tvö ár fyrir hann og það er skrítið að spila á móti honum. En á sama tíma er ég þakklát."

Katie er spennt fyrir næstum mánuðum í Val en hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner