Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 31. júlí 2024 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Katie Cousins: Skrítið að spila á móti honum
Hetja Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki
Kvenaboltinn
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hetja Vals.
Var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við berum virðingu fyrir þeim og við vorum klárar. Við vissum að ef við myndum spila góðan fótbolta, þá yrði þetta góður leikur. Ég er hæstánægð með sigurinn," sagði Katie Cousins, hetja Vals í sigrinum á Breiðabliki, við Fótbolta.net í kvöld.

Um var að ræða algjöran toppslag en Valur vann 1-0 og er núna með þriggja stiga forskot á toppnum. Katie gerði sigurmarkið í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en þetta var ekki úrslitaleikur. Við vorum tilbúnar þar sem við höfðum æft vel. Við vorum spenntar."

Um markið sitt sagði hún: „Ég var galopin og um leið og ég fékk boltann, þá reyndi ég bara að setja hann á markið. Sem betur fór hann inn. Ég var bara búin að skora eitt mark á tímabilinu fyrir þennan leik. Ég hef reynt og það var gott að sjá hann fara inn."

Katie er á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og í fyrra. Hún er núna hjá Íslandsmeisturum Vals og líður vel þar. Hún bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi eftir að hún kom hingað fyrst, en það atvikaðist þannig og hún er ánægð með ákvörðun sína.

„Þetta var svolítil breyting. Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég er mjög ánægð með hana. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stelpurnar hafa tekið svo vel á móti mér og þýtt allt fyrir mig. Þetta hefur verið gott."

„Ég er núna á þriðja ári hérna og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég bjóst aldrei við að koma aftur eftir hin tímabilin. Ég tek þetta ár fyrir ár," segir Katie en hún spilaði í dag gegn gamla þjálfaranum sínum, Nik Chamberlain. Þjálfaranum sem fékk hana til Íslands 2021 og svo aftur í fyrra.

„Ég spilaði í tvö ár fyrir hann og það er skrítið að spila á móti honum. En á sama tíma er ég þakklát."

Katie er spennt fyrir næstum mánuðum í Val en hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner