Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Markaflóð á Völllunum - KFS skoraði fimm mörk á rúmum tuttugu mínútum
Gísli Þröstur skoraði tvö fyrir KÁ
Gísli Þröstur skoraði tvö fyrir KÁ
Mynd: Hulda Margrét
KFS skoraði fimm mörk á 21 mínútu
KFS skoraði fimm mörk á 21 mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KÁ slátraði Elliða, 8-1, í 13. umferð 4. deildar karla í gær og er áfram taplaust á toppnum.

KÁ hefur verið með mikla yfirburði í deildinni í ár og heldur áfram að leika andstæðinga sína grátt.

Liðið komst í þriggja marka forystu á rúmum hálftíma áður en Pétur Óskarsson, helsti markaskorari Elliða, náði að lauma inn einu marki.

Heimamenn efldust eftir það og settu fimm til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Ágúst Jens Birgisson og Gísli Þröstur Kristjánsson voru atkvæðamestir með tvö mörk.

KÁ áfram á toppnum með 31 stig, fimm stigum meira en næsta lið, en Elliði í 5. sæti með 20 stig.

KFS vann þá Kríu, 5-2, í Vestmannaeyjum.

Heimamenn lentu undir eftir 35 mínútur, en náðu að snúa taflinu við í þeim síðari.

Daníel Már Sigmarsson skoraði tvö og þeir Junior Niwamanya, Karl Jóhann Örlygsson og Sæbjörn Sævar Jóhannsson komust allir á blað rúmum tuttugu mínútna kafla og tóku um leið allan vind úr Kríu.

Það hafði vissulega áhrif á leikinn að Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, leikmaður Kríu, sá rauða spjaldið eftir aðeins fimmtán mínútna leik.

Fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði Tómas Helgi Snorrason annað mark Kríu, en lengra komust gestirnir ekki og er það KFS sem tók stigin þrjú.

KFS er áfram í næst neðsta sæti með 13 stig, en nú með jafnmörg stig og Kría sem er í sætinu fyrir ofan og með betri markatölu.

KFS 5 - 2 Kría
0-1 Hafþór Bjarki Guðmundsson ('35 )
1-1 Daníel Már Sigmarsson ('49 )
2-1 Junior Niwamanya ('57 )
3-1 Karl Jóhann Örlygsson ('64 )
4-1 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('66 )
5-1 Daníel Már Sigmarsson ('70 )
5-2 Tómas Helgi Snorrason ('85 )
Rautt spjald: Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Kría ('15)

KÁ 8 - 1 Elliði
1-0 Sindri Hrafn Jónsson ('3 )
2-0 Ágúst Jens Birgisson ('19 )
3-0 Sævar Gylfason ('36 )
3-1 Pétur Óskarsson ('42 )
4-1 Egill Örn Atlason ('45 )
5-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('50 )
6-1 Brynjar Bjarkason ('82 )
7-1 Ágúst Jens Birgisson ('86 )
8-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('90 )
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 13 9 4 0 58 - 18 +40 31
2.    KH 13 8 2 3 37 - 23 +14 26
3.    Árborg 13 6 5 2 32 - 22 +10 23
4.    Vængir Júpiters 13 5 6 2 27 - 21 +6 21
5.    Elliði 13 5 5 3 25 - 26 -1 20
6.    Hafnir 13 5 0 8 28 - 37 -9 15
7.    Álftanes 13 4 2 7 19 - 29 -10 14
8.    Kría 13 3 4 6 24 - 30 -6 13
9.    KFS 13 4 1 8 23 - 50 -27 13
10.    Hamar 13 0 3 10 17 - 34 -17 3
Athugasemdir
banner
banner