Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 07:15
Brynjar Ingi Erluson
Framlengdi við Völsung og lánaður til Tindastóls (Staðfest)
Mynd: Græni herinn - Hafþór Hreiðarsson
Varnarmaðurinn ungi og efnilegi, Davíð Leó Lund, framlengdi samning sinn við Völsung í dag til 2027 og var síðan í kjölfarið lánaður til Tindastóls.

Davíð Leó er 18 ára gamall og þegar spilað 20 leiki í öllum keppnum með Völsungi.

Hann skrifaði undir nýjan tveggja og hálfs árs samning við Völsung í dag og síðan sendur á lán á Sauðárkrók þar sem hann mun spila út leiktíðina.

Davíð kom beint inn í byrjunarlið Tindastóls sem vann 3-2 sigur á Reyni Sandgerði í 3. deildinni í gær.

Tindastóll er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig og er nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner