Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   fim 31. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir í viðræðum um framherja Chelsea
Mynd: EPA
Nýliðar Sunderland eru í viðræðum við Chelsea um að fá spænska framherjann Marc Guiu á láni út tímabilið.

Þessi 19 ára gamli leikmaður kom til Chelsea frá Barcelona á síðasta ári fyrir 6 milljónir evra og tókst að skora 6 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum á fyrsta tímabili sínu með þeim bláu.

Sky Sports segir að Chelsea sé opið fyrir því að lána hann út fyrir komandi tímabil og hefur Sunderland sett sig í samband við Lundúnafélagið.

Sunderland hefur styrkt sig verulega í glugganum og alls fengið sjö leikmenn, þar á meðal Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen og Simon Adingra frá Brighton.

Nýliðarnir eru ekki þeir einu sem hafa áhuga á Spánverjanum, en RB Leipzig og Roma hafa einnig verulegan áhuga á að fá hann á láni og verður gaman að sjá hvaða félag mun hreppa hann í glugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner