Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   fim 31. ágúst 2023 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi Sig til Lyngby (Staðfest) - Kom siglandi í kynningarmyndbandinu
Gylfi í treyju Lyngby.
Gylfi í treyju Lyngby.
Mynd: Lyngby
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skrifað undir eins árs samning við danska félagið Lyngby. Félagið tilkynnti það á samfélagsmiðlum rétt í þessu en hann stóðst læknisskoðun í gær.

Gylfi er að snúa aftur í fótboltann eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.

Hjá Lyngby hittir Gylfi fyrir Frey Alexandersson sem var aðstoðarþjálfari landsliðsins á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Lyngby. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru í leikmannahópi Lyngby.

„Það er með mikill ánægju sem við kynnum komu Gylfa," segir á heimasíðu Lyngby. Nicas Kjeldsen yfirmaður fótboltamála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu segir að það sé mikið hrós fyrir félagið að geta fengið svona stórt nafn til sín.

Hann segir að Gylfa verði sýnd þolinmæði þar sem langt er síðan hann spilaði fótbolta.



Athugasemdir
banner
banner
banner