Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. maí 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 3. sæti
Þrótturum er spáð þriðja sæti.
Þrótturum er spáð þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úlfur Blandon og Brynjar Kristmundsson.
Úlfur Blandon og Brynjar Kristmundsson.
Mynd: Þróttur Vogum
Gilles Mbang Ondo í leik með Grindavík á sínum tíma. Þar var hann algjörlega frábær.
Gilles Mbang Ondo í leik með Grindavík á sínum tíma. Þar var hann algjörlega frábær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Pew verður leiðtogi í þessu liði.
Andy Pew verður leiðtogi í þessu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Þróttur V., 92 stig
4. ÍR, 91 stig
5. Völsungur, 80 stig
6. Kári, 62 stig
7. Dalvík/Reynir, 60 stig
8. Víðir, 58 stig
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

3. Þróttur V.
Þróttur Vogum var nýliði í 2. deild í fyrra og gerði það fína hluti. Þróttarar byrjuðu mótið mjög vel en enduðu að lokum í sjötta sæti. Búist er við því að liðið muni berjast um að komast upp í Inkasso-deildina í ár, en rétt missa af því ef spáin gengur upp.

Þjálfarinn: Úlfur Blandon er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Þróttar. Það eru nokkrir dagar í að Úlfur verður fertugur en hann hefur samt sem áður komið víða við á þjálfaraferlinum. Úlfur þjálfaði yngri flokka Fylkis, Stjörnunnar og Gróttu og var aðstoðarþjálfari Bjarna Guðjónssonar hjá Fram. Hann var svo ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu 2015. Hann stýrði kvennalið Vals sumarið 2017 og undir stjórn endaði liðið í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna. Hann tók svo við Þrótti fyrir síðustu leiktíð.

Styrkleikar: Leikmannahópurinn er mjög sterkur og fékk liðið til að mynda Gilles Mbang Ondo á dögunum. Ondo ætti að geta skorað nokkur mörk í suamr. Aðrir sterkir leikmenn hafa gengið í raðir félagsins á dögunum. Leikmannahópurinnm í bland við þjálfarann, sem er mjög efnilegur í þeim bransa, er sterk blanda. Þróttarar eru reynslunni ríkari í 2. deild frá því í fyrra.

Veikleikar: Miklar leikmannabreytingar hafa orðið og tekur það auðvitað sinn tíma að spila sig saman. Jordan Tyler sem spilaði 21 af 22 deildarleikjum liðsins í fyrra meiddist illa á dögunum og ólíklegt er að hann verði í sumar. Liðið var arfaslakt á seinni hlutanum síðasta sumar og tókst aðeins að vinna þrjá leiki frá því í áttundu umferð. Það er ekki boðlegt. Heimavallarárangur liðsins var þá ekki góður í fyrra og þarf Vogabæjarvöllur að vera erfiðari fyrir önnur lið að koma á.

Lykilmenn: Andy Pew, Brynjar Kristmundsson, Gilles Mbang Ondo.

Gaman að fylgjast með: Liðið er búið að fá leikmenn frá Búlgaríu og Serbíu sem gaman verður að fylgjast með. Þá er Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrrum fyrirliði Leiknis, einnig mættur í liðið. Það er góður leikmaður.

Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar V.:
„Nei, get ekki sagt það að spáin komi á óvart. Við erum með gott lið og trúum á okkar styrkleika ásamt greinilega fleirum sem er jákvætt. Við förum inn í þetta tímabil fullir tilhlökkunar. Markmiðin okkar eru skýr, númer eitt ætlum við að gera betur en í fyrra og númer tvö ætlum við að gera athlögu að toppsætunum. Hópurinn er alls ekki stór og því líklegt að við sækjum 1-2 leikmenn í viðbót en það ætti að skýrast á næstunni."

Komnir:
Andri Hrafn Sigurðsson frá Aftureldingu
Andy Pew frá Vestra
Aran Nganpanya frá Haukum
Gilles Daniel Mbang Ondo frá Selfossi
Guðbjörn Smári Birgisson frá Aftureldingu
Ivaylo Yanachkov frá Búlgaríu
Miroslav Babic frá Hetti
Nemanja Ratkovich frá Serbíu
Ólafur Hrannar Kristjánsson frá Leikni R.
Þórhallur Ísak Guðmundsson frá FH

Farnir:
Aron Elís Árnason í Reyni S.
Antonio Jose Mossi til Suður-Kóreu
Garðar Benediktsson í ÍH
Gylfi Gestsson í Fylki
Högni Madsen til Færeyja
Ísak Breki Jónsson í KFG
Marteinn Urbanic í Reyni S.
Piotr Bujak í KH
Shane Haley til Bandaríkjanna
Sverrir Bartolozzi í Álftanes
Tom Lohman til Bandaríkjanna
Tómas Ingi Urbanic í KV
Viktor Smári Segatta í Stord í Noregi

Fyrstu leikir Þróttar V.:
5. maí gegn Dalvík/Reyni (heima)
10. maí gegn Kára (heima)
17. maí gegn KFG (úti)
Athugasemdir
banner