fös 10. maí 2019 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 2. umferð: Frábært að vera komin aftur heim
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Breiðablik
Berglind Björg.
Berglind Björg.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað í 4-1 sigri Breiðabliks á Selfossi í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Berglind Björg er leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

„Þetta var baráttuleikur frá upphafi til enda. Selfoss er með hörku lið þannig ég er virkilega ánægð með þrjú stig á þessum erfiða útivelli. Við byrjuðum leikinn vel og komumst í 3-0 í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var ekkert spes hjá okkur."

Í vetur lék Berglind Björg í Hollandi með PSV. Hún kom heim rétt fyrir mót og er því nánast nýkomin heim til Íslands.

„Það er frábært að vera komin aftur. Það er virkilega ánægjulegt að vera komin aftur í grænu treyjuna. Tíminn í Hollandi var góður og lærdómsríkur. Það var gaman að prófa annað umhverfi og þroskast ennþá meira sem leikmaður."

Berglind er ánægð með Breiðabliksliðið og hvernig liðið kemur undan vetri.

„Ég reyndi að horfa á flesta leiki með þeim í vetur og það var virkilega gaman að sjá leikmenn stíga ennþá meira upp frá því í fyrra."

Hún segir markmið sitt í sumar sé að bæta sinn leik og hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum sem liðið sétti sér fyrir mót. „Markmmiðið er bara að safna eins mörgum stigum og við mögulega getum," sagði Berglind Björg sem fær líkt og allir leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni gjafabréf á Dominos.

„Ég fæ mér Domino's Surprise, ekki spurning," sagði Berglind Björg að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner