Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fös 03. maí 2019 20:55
Mist Rúnarsdóttir
Best í 1. umferð: Á alveg að geta skorað skallamörk
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært hjá okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, eftir gríðarlega sterkan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Hlín átti frábæran leik á hægri vængnum hjá Val og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  2 Þór/KA

Hlín og liðsfélagar hennar voru orðnar spenntar að hefja loks leik á Íslandsmótinu eftir langt undirbúningstímabil.

„Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu og það var frábært að fá góðan leik, gott veður og spila á móti mjög góðu liði. Að byrja á sigri er það sem skiptir máli."

Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru betra liðið fyrstu 20 mínútur leiksins. Þór/KA náði svo yfirhöndinni og voru öflugri næstu 25 mínútur. Í síðari hálfleik voru yfirburðir Vals miklir og við veltum fyrir okkur hvað Pétur þjálfari hafi sagt við liðið í hálfleik.

„Hann sagði okkur að halda áfram og sýna okkar rétta andlit. Hann vildi aðallega að við löguðum hápressuna hjá okkur," sagði Hlín meðal annars en hún átti eftir að láta til sín taka í sóknarleik Vals. Hún hafði skorað fyrsta mark Vals í leiknum og bætti svo við tveimur í síðari hálfleik. Hlín varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Ég gat svosem ekki annað en skorað úr þessum færum sem að ég fékk. Þetta voru geggjaðar sendingar," sagði markaskorarinn hógvær. Athygli vakti að tvö markanna skoraði hún með skalla.

„Ég hef verið svolítið að skalla hann með yngri landliðunum en hef ekki náð því í Val áður. Ég er mjög ánægð með það, er náttúrulega hávaxin og á alveg að geta skorað skallamörk."

Valskonur þykja ásamt Blikum líklegastar til að vinna titilinn í ár og Hlín segir markmið Valskvenna skýr.

„Við verðum bara að standa undir því að vera taldar svona frábærlega góðar og við ætlum að gera það. Við erum með mjög skýr markmið."

Nánar er rætt við leikmann umferðarinnar í spilaranum hér að ofan en þar kemur meðal annars í ljós að hún hefur ekki sama smekk fyrir pizzu og forsetinn.
Athugasemdir
banner