Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 03. maí 2019 20:55
Mist Rúnarsdóttir
Best í 1. umferð: Á alveg að geta skorað skallamörk
Kvenaboltinn
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært hjá okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, eftir gríðarlega sterkan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Hlín átti frábæran leik á hægri vængnum hjá Val og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  2 Þór/KA

Hlín og liðsfélagar hennar voru orðnar spenntar að hefja loks leik á Íslandsmótinu eftir langt undirbúningstímabil.

„Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu og það var frábært að fá góðan leik, gott veður og spila á móti mjög góðu liði. Að byrja á sigri er það sem skiptir máli."

Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru betra liðið fyrstu 20 mínútur leiksins. Þór/KA náði svo yfirhöndinni og voru öflugri næstu 25 mínútur. Í síðari hálfleik voru yfirburðir Vals miklir og við veltum fyrir okkur hvað Pétur þjálfari hafi sagt við liðið í hálfleik.

„Hann sagði okkur að halda áfram og sýna okkar rétta andlit. Hann vildi aðallega að við löguðum hápressuna hjá okkur," sagði Hlín meðal annars en hún átti eftir að láta til sín taka í sóknarleik Vals. Hún hafði skorað fyrsta mark Vals í leiknum og bætti svo við tveimur í síðari hálfleik. Hlín varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Ég gat svosem ekki annað en skorað úr þessum færum sem að ég fékk. Þetta voru geggjaðar sendingar," sagði markaskorarinn hógvær. Athygli vakti að tvö markanna skoraði hún með skalla.

„Ég hef verið svolítið að skalla hann með yngri landliðunum en hef ekki náð því í Val áður. Ég er mjög ánægð með það, er náttúrulega hávaxin og á alveg að geta skorað skallamörk."

Valskonur þykja ásamt Blikum líklegastar til að vinna titilinn í ár og Hlín segir markmið Valskvenna skýr.

„Við verðum bara að standa undir því að vera taldar svona frábærlega góðar og við ætlum að gera það. Við erum með mjög skýr markmið."

Nánar er rætt við leikmann umferðarinnar í spilaranum hér að ofan en þar kemur meðal annars í ljós að hún hefur ekki sama smekk fyrir pizzu og forsetinn.
Athugasemdir