Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fös 03. maí 2019 20:55
Mist Rúnarsdóttir
Best í 1. umferð: Á alveg að geta skorað skallamörk
Kvenaboltinn
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært hjá okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, eftir gríðarlega sterkan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Hlín átti frábæran leik á hægri vængnum hjá Val og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  2 Þór/KA

Hlín og liðsfélagar hennar voru orðnar spenntar að hefja loks leik á Íslandsmótinu eftir langt undirbúningstímabil.

„Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu og það var frábært að fá góðan leik, gott veður og spila á móti mjög góðu liði. Að byrja á sigri er það sem skiptir máli."

Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru betra liðið fyrstu 20 mínútur leiksins. Þór/KA náði svo yfirhöndinni og voru öflugri næstu 25 mínútur. Í síðari hálfleik voru yfirburðir Vals miklir og við veltum fyrir okkur hvað Pétur þjálfari hafi sagt við liðið í hálfleik.

„Hann sagði okkur að halda áfram og sýna okkar rétta andlit. Hann vildi aðallega að við löguðum hápressuna hjá okkur," sagði Hlín meðal annars en hún átti eftir að láta til sín taka í sóknarleik Vals. Hún hafði skorað fyrsta mark Vals í leiknum og bætti svo við tveimur í síðari hálfleik. Hlín varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Ég gat svosem ekki annað en skorað úr þessum færum sem að ég fékk. Þetta voru geggjaðar sendingar," sagði markaskorarinn hógvær. Athygli vakti að tvö markanna skoraði hún með skalla.

„Ég hef verið svolítið að skalla hann með yngri landliðunum en hef ekki náð því í Val áður. Ég er mjög ánægð með það, er náttúrulega hávaxin og á alveg að geta skorað skallamörk."

Valskonur þykja ásamt Blikum líklegastar til að vinna titilinn í ár og Hlín segir markmið Valskvenna skýr.

„Við verðum bara að standa undir því að vera taldar svona frábærlega góðar og við ætlum að gera það. Við erum með mjög skýr markmið."

Nánar er rætt við leikmann umferðarinnar í spilaranum hér að ofan en þar kemur meðal annars í ljós að hún hefur ekki sama smekk fyrir pizzu og forsetinn.
Athugasemdir
banner