Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 03. maí 2019 20:55
Mist Rúnarsdóttir
Best í 1. umferð: Á alveg að geta skorað skallamörk
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Hlín Eiríksdóttir er besti leikmaður 1. umferðar Pepsi Max deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært hjá okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Vals, eftir gríðarlega sterkan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar. Hlín átti frábæran leik á hægri vængnum hjá Val og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  2 Þór/KA

Hlín og liðsfélagar hennar voru orðnar spenntar að hefja loks leik á Íslandsmótinu eftir langt undirbúningstímabil.

„Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu og það var frábært að fá góðan leik, gott veður og spila á móti mjög góðu liði. Að byrja á sigri er það sem skiptir máli."

Valskonur byrjuðu leikinn vel og voru betra liðið fyrstu 20 mínútur leiksins. Þór/KA náði svo yfirhöndinni og voru öflugri næstu 25 mínútur. Í síðari hálfleik voru yfirburðir Vals miklir og við veltum fyrir okkur hvað Pétur þjálfari hafi sagt við liðið í hálfleik.

„Hann sagði okkur að halda áfram og sýna okkar rétta andlit. Hann vildi aðallega að við löguðum hápressuna hjá okkur," sagði Hlín meðal annars en hún átti eftir að láta til sín taka í sóknarleik Vals. Hún hafði skorað fyrsta mark Vals í leiknum og bætti svo við tveimur í síðari hálfleik. Hlín varð því fyrst til að skora þrennu í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Ég gat svosem ekki annað en skorað úr þessum færum sem að ég fékk. Þetta voru geggjaðar sendingar," sagði markaskorarinn hógvær. Athygli vakti að tvö markanna skoraði hún með skalla.

„Ég hef verið svolítið að skalla hann með yngri landliðunum en hef ekki náð því í Val áður. Ég er mjög ánægð með það, er náttúrulega hávaxin og á alveg að geta skorað skallamörk."

Valskonur þykja ásamt Blikum líklegastar til að vinna titilinn í ár og Hlín segir markmið Valskvenna skýr.

„Við verðum bara að standa undir því að vera taldar svona frábærlega góðar og við ætlum að gera það. Við erum með mjög skýr markmið."

Nánar er rætt við leikmann umferðarinnar í spilaranum hér að ofan en þar kemur meðal annars í ljós að hún hefur ekki sama smekk fyrir pizzu og forsetinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner