Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 06. ágúst 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 7. sæti
Everton
Gylfi er lykilmaður hjá Everton.
Gylfi er lykilmaður hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Richarlison er dýrastur í sögu Everton. Hann átti flott síðasta tímabil.
Richarlison er dýrastur í sögu Everton. Hann átti flott síðasta tímabil.
Mynd: Getty Images
Moise Kean.
Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag. Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Everton er spáð sjöunda sætinu.

Um liðið: Það er mikill metnaður í gangi hjá Everton og liðið ætlar sér einn daginn að vera á meðal bestu sex liða deildarinnar. Síðustu tvö tímabil hafa verið vonbrigði þar sem liðið hefur endað í áttunda sæti. Everton vill væntanlega gera betur núna.

Staða á síðasta tímabili: 8. sæti.

Stjórinn: Portúgalinn Marco Silva er að fara inn í sitt annað tímabil með Everton. Hann vill spila sóknarbolta og er óhræddur. Hann og Gylfi Þór Sigurðsson virðast ná mjög vel saman, sem er ekkert annað en jákvætt. Í fyrra undir stjórn Silva, byrjaði Everton ágætlega, slakaði á um mitt tímabil, en endaði vel. Hann er fyrrum stjóri Hull og Watford meðal annars.

Styrkleikar: Silva virðist ná því besta út úr Gylfa sem var algjörlega frábær á síðustu leiktíð. Á góðum degi verður gríðarlega erfitt að stöðva Everton. Hver man ekki eftir 4-0 sigrinum á Manchester United undir lok síðustu leiktíðar? Everton endaði síðasta tímabil mjög vel og vann fimm af síðustu átta leikjum sínum, þar á meðal voru leikir gegn Chelsea, Arsenal og Man Utd. Everton þarf að muna eftir lokakafla síðasta tímabils.

Veikleikar: Á síðasta tímabili vantaði oft á tíðum þennan fræga stöðugleika. Kurt Zouma og Idrissa Gueye voru í stóru hlutverki á síðasta tímabili og þeir eru horfnir á braut. Það er spurning hvernig tekist hefur að fylla þeirra skarð. Síðan Gylfi kom til Everton hefur vantað alvöru sóknarmann sem getur skorað fullt af mörkum. Hvort Moise Kean sé sá leikmaður á eftir að koma í ljós. Það hefur ekki gengið vel að skora á undirbúningstímabilinu.

Talan: 21. Gylfi kom að 21 marki í 41 leik með Everton á síðustu leiktíð. Það eru um 34% af öllum mörkum Everton á síðustu leiktíð.

Lykilmaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi er gríðarlega mikilvægur fyrir Everton. Íslendingar þekkja hans styrkleikar, sem eru meira en mörk, stoðsendingar og frábærar spyrnur. Hann er líklega ótrulega vinnusamur og skilar varnarvinnunni alltaf frábærlega frá sér. Eins og áður segir virðast hann og Silva ná vel saman, sem er frábært. Það er mikilvægt að Gylfi spili á miðjunni, þar er hann bestur.

Fylgist með: Moise Kean
Gætu klárlega verið ein bestu kaup sumarsins. Hrikalega spennandi leikmaður sem Everton náði að klófesta frá Juventus. Kom öflugur inn í lið Juventus undir lok síðustu leiktíðar og vann sér sæti í ítalska landsliðinu. Er aðeins 19 ára og það verður spennandi að sjá hvernig hann og Gylfi ná saman.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Marco Silva er loks að landa framherjanum sem hann þurfti á að halda en Kean má teljast heppinn að vera með þennan Íslending númer tíu þarna fyrir aftan sig. Með Kean bætist hraði í framlínuna sem veikir ekki liðið en það var komið á gott skrið seinni hluta tímabils í fyrra. Að fá André Gomes aftur er flott og Fabian Delph virkar eins og gæi sem gæti átt nokkur frábær ár hjá Everton. Það er mikil uppsveifla hjá félaginu en nú þarf Marco Silva að sanna sig almennilega þannig hann sé ekki borinn saman við Sam Allardyce þegar kemur að stigasöfnun.“

Undirbúningstímabilið:
Kariobangi Sharks 1 - 1 Everton (tap í vítaspyrnukeppni)
Sion 0 - 0 Everton
Mónakó 0 - 1 Everton
Wigan 0 - 0 Everton
Werder Bremen 0 - 0 Everton

Komnir:
Andre Gomes frá Barcelona - 22 milljónir punda
Jonas Lossl frá Huddersfield - Frítt
Fabian Delph frá Manchester City - Kaupverð ekki gefið upp
Jean-Philippe Gbamin frá Mainz - 22,5 milljónir punda
Moise Kean frá Juventus - 29 milljónir punda

Farnir:
Ademola Lookman til RB Leipzig - 22,5 milljónir punda
Ashley Williams - Samningslaus
Jonjoe Kenny til Schalke - Á láni
Kieran Dowell til Derby - Á láni
Antonee Robinson til Wigan - 2 milljónir punda
Nikola Vlasic til CSKA - 12 milljónir punda
Sandro Ramirez til Real Valladolid - Á láni
Phil Jagielka til Sheffield United - Frítt
Idrissa Gueye til PSG - 29 milljónir punda

Þrír fyrstu leikir: Crystal Palace (Ú), Watford (H), Aston Villa (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner