Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 12. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 3. sæti
Heimavöllur Leiknis í Breiðholtinu.
Heimavöllur Leiknis í Breiðholtinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn knái Kristján Páll Jónsson.
Kantmaðurinn knái Kristján Páll Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Markvörðurinn Eyjólfur Tómasson.
Markvörðurinn Eyjólfur Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Leiknir 199 stig
4. Fjölnir 192 stig
5. Haukar 145 stig
6. Víkingur Ó. 122 stig
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

3. Leiknir
Heimasíða: leiknir.com
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 1. deild

Leiknismenn komu mörgum á óvart síðasta tímabil þegar þeir voru í harðri atlögu um að komast upp í Pepsi-deildina. Lengi vel leit út fyrir að þeir væru á leið upp en á lokasprettinum gaf liðið eftir og virtist ekki hafa taugarnar til að klára dæmið. Reynslunni ríkari gera Leiknismenn nú aðra atlögu en liðið er að stærstum hluta byggt upp á heimamönnum. Liðið hefur misst fyrirliða sinn, Halldór Kristinn Halldórsson, og fróðlegt að sjá hvernig gengur að fylla hans skarð.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Eftir Öskubuskuævintýri í fyrra klúðraði Leiknir því í lokaumferð að komast upp. Það verður mjög erfitt fyrir Leiknisliðið að gera svipaða hluti í ár og í fyrra.

Styrkleikar: Liðið er í hörkuformi og er mjög vel skipulagt. Yfirleitt er hægt að treysta því að leikmenn Leiknis leggi sig vel fram. Í liðinu eru margir leikmenn sem hafa sýnt það á síðasta tímabili og í vetur hversu góðir fótboltamenn þeir eru.

Veikleikar: Nú í ár búast alir við góðu gengi og það getur reynst mörgum erfitt að axla þá ábyrgð. Það má ekki mikið út af bregða í leikmannahópnum svo vélin gangi ekki vel. Ef ákveðnir lykilmenn detta út úr liðinu þá getur Leiknir lent í basli.

Lykilmenn: Vigfús Arnar Jósepsson, Fannar Þór Arnarsson og Kristján Páll Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Hilmar Árni Halldórsson. Efnilegur miðjumaður sem getur gert frábæra hluti á góðum degi.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Sigursteinn Gíslason var mjög góður leikmaður og hefur sýnt hjá Leikni að hann er einnig mjög góður þjálfari. Hann tók við Breiðholtsliðinu 2008 en það var hársbreidd frá því að komast upp í fyrra. Sigursteinn var í lok tímabilsins valinn þjálfari ársins í deildinni. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR en sem leikmaður raðaði hann inn titlum, varð níu sinnum Íslandsmeistari með ÍA og KR.

Komnir:
Eggert Rafn Einarsson frá KR
Pape Mamadou Faye frá Fylki
Grímur Björn Grímsson frá Fram

Farnir:
Brynjar Benediktsson í FH (Var á láni)
Halldór Kristinn Halldórsson í Val
Sigurður Helgi Harðarson
Trausti Sigurbjörnsson í Þrótt
Helgi Pjetur Jóhannsson hættur


Fyrstu leikir Leiknis 2011:
13. maí: Leiknir - KA
19. maí: Leiknir - HK
28. maí: Þróttur - Leiknir
banner
banner
banner
banner