Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fös 01. apríl 2011 10:45
Fótbolti.net
Lee Sharpe í Grindavík - Kemur með Gary Neville til Íslands - Aprílgabb
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gert samning um að leika með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Eins og margir muna þá lék Sharpe nokkra leiki með Grindavík árið 2003 en varð að fara frá félaginu vegna meiðsla.

,,Ég spilaði með Óla (Ólafi Erni Bjarnasyni) síðast þegar ég var hér og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og hjálpa liðinu. Þetta er draumur og ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Grindavíkur," sagði Sharpe við Fótbolta.net.

Þessi knái leikmaður er í fínu standi þessa dagana en hann sló í gegn hjá Manchester United frá 1988-1996 þar sem hann lék yfir 200 leiki.

Sharpe kemur til landsins í dag og hann verður ekki einn á ferð því Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United ætlar að kíkja í stutta heimsókn til Íslands um helgina.

Sharpe og Neville fara síðan aftur til Englands á mánudag en sá fyrrnefndi kemur síðan alfarið til móts við Grindvíkinga þegar liðið fer í æfingaferð til Spánar um aðra helgi.

Þeir félagar munu mæta í Jóa Útherja klukkan 12:00 í dag og gefa eiginhandaráritanir auk þess sem einn heppinn gestur mun fá áritaða Manchester United treyju frá þeim.

Hér að ofan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Sharpe eftir að gengið var frá samningum en þar talar hann meðal annars um Grindavík og Sinisa Valdimar Kekic. Nánar verður rætt við hann síðar í dag.
banner
banner