Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 01. apríl 2011 10:45
Fótbolti.net
Lee Sharpe í Grindavík - Kemur með Gary Neville til Íslands - Aprílgabb
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gert samning um að leika með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Eins og margir muna þá lék Sharpe nokkra leiki með Grindavík árið 2003 en varð að fara frá félaginu vegna meiðsla.

,,Ég spilaði með Óla (Ólafi Erni Bjarnasyni) síðast þegar ég var hér og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og hjálpa liðinu. Þetta er draumur og ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Grindavíkur," sagði Sharpe við Fótbolta.net.

Þessi knái leikmaður er í fínu standi þessa dagana en hann sló í gegn hjá Manchester United frá 1988-1996 þar sem hann lék yfir 200 leiki.

Sharpe kemur til landsins í dag og hann verður ekki einn á ferð því Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United ætlar að kíkja í stutta heimsókn til Íslands um helgina.

Sharpe og Neville fara síðan aftur til Englands á mánudag en sá fyrrnefndi kemur síðan alfarið til móts við Grindvíkinga þegar liðið fer í æfingaferð til Spánar um aðra helgi.

Þeir félagar munu mæta í Jóa Útherja klukkan 12:00 í dag og gefa eiginhandaráritanir auk þess sem einn heppinn gestur mun fá áritaða Manchester United treyju frá þeim.

Hér að ofan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Sharpe eftir að gengið var frá samningum en þar talar hann meðal annars um Grindavík og Sinisa Valdimar Kekic. Nánar verður rætt við hann síðar í dag.
banner