Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fös 01. apríl 2011 10:45
Fótbolti.net
Lee Sharpe í Grindavík - Kemur með Gary Neville til Íslands - Aprílgabb
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gert samning um að leika með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Eins og margir muna þá lék Sharpe nokkra leiki með Grindavík árið 2003 en varð að fara frá félaginu vegna meiðsla.

,,Ég spilaði með Óla (Ólafi Erni Bjarnasyni) síðast þegar ég var hér og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og hjálpa liðinu. Þetta er draumur og ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Grindavíkur," sagði Sharpe við Fótbolta.net.

Þessi knái leikmaður er í fínu standi þessa dagana en hann sló í gegn hjá Manchester United frá 1988-1996 þar sem hann lék yfir 200 leiki.

Sharpe kemur til landsins í dag og hann verður ekki einn á ferð því Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United ætlar að kíkja í stutta heimsókn til Íslands um helgina.

Sharpe og Neville fara síðan aftur til Englands á mánudag en sá fyrrnefndi kemur síðan alfarið til móts við Grindvíkinga þegar liðið fer í æfingaferð til Spánar um aðra helgi.

Þeir félagar munu mæta í Jóa Útherja klukkan 12:00 í dag og gefa eiginhandaráritanir auk þess sem einn heppinn gestur mun fá áritaða Manchester United treyju frá þeim.

Hér að ofan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Sharpe eftir að gengið var frá samningum en þar talar hann meðal annars um Grindavík og Sinisa Valdimar Kekic. Nánar verður rætt við hann síðar í dag.
banner
banner
banner