Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 01. apríl 2011 10:45
Fótbolti.net
Lee Sharpe í Grindavík - Kemur með Gary Neville til Íslands - Aprílgabb
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gert samning um að leika með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Eins og margir muna þá lék Sharpe nokkra leiki með Grindavík árið 2003 en varð að fara frá félaginu vegna meiðsla.

,,Ég spilaði með Óla (Ólafi Erni Bjarnasyni) síðast þegar ég var hér og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og hjálpa liðinu. Þetta er draumur og ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Grindavíkur," sagði Sharpe við Fótbolta.net.

Þessi knái leikmaður er í fínu standi þessa dagana en hann sló í gegn hjá Manchester United frá 1988-1996 þar sem hann lék yfir 200 leiki.

Sharpe kemur til landsins í dag og hann verður ekki einn á ferð því Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United ætlar að kíkja í stutta heimsókn til Íslands um helgina.

Sharpe og Neville fara síðan aftur til Englands á mánudag en sá fyrrnefndi kemur síðan alfarið til móts við Grindvíkinga þegar liðið fer í æfingaferð til Spánar um aðra helgi.

Þeir félagar munu mæta í Jóa Útherja klukkan 12:00 í dag og gefa eiginhandaráritanir auk þess sem einn heppinn gestur mun fá áritaða Manchester United treyju frá þeim.

Hér að ofan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Sharpe eftir að gengið var frá samningum en þar talar hann meðal annars um Grindavík og Sinisa Valdimar Kekic. Nánar verður rætt við hann síðar í dag.