Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   fös 01. apríl 2011 10:45
Fótbolti.net
Lee Sharpe í Grindavík - Kemur með Gary Neville til Íslands - Aprílgabb
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Sharpe í búningi Grindavíkur árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gert samning um að leika með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.

Eins og margir muna þá lék Sharpe nokkra leiki með Grindavík árið 2003 en varð að fara frá félaginu vegna meiðsla.

,,Ég spilaði með Óla (Ólafi Erni Bjarnasyni) síðast þegar ég var hér og hann hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og hjálpa liðinu. Þetta er draumur og ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Grindavíkur," sagði Sharpe við Fótbolta.net.

Þessi knái leikmaður er í fínu standi þessa dagana en hann sló í gegn hjá Manchester United frá 1988-1996 þar sem hann lék yfir 200 leiki.

Sharpe kemur til landsins í dag og hann verður ekki einn á ferð því Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United ætlar að kíkja í stutta heimsókn til Íslands um helgina.

Sharpe og Neville fara síðan aftur til Englands á mánudag en sá fyrrnefndi kemur síðan alfarið til móts við Grindvíkinga þegar liðið fer í æfingaferð til Spánar um aðra helgi.

Þeir félagar munu mæta í Jóa Útherja klukkan 12:00 í dag og gefa eiginhandaráritanir auk þess sem einn heppinn gestur mun fá áritaða Manchester United treyju frá þeim.

Hér að ofan má sjá viðtal sem Fótbolti.net tók við Sharpe eftir að gengið var frá samningum en þar talar hann meðal annars um Grindavík og Sinisa Valdimar Kekic. Nánar verður rætt við hann síðar í dag.