Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 27. september 2013 22:10
Fótbolti.net
Lið ársins í 1. deild 2013
Aron Elís Þrándarson -  Bestur, efnilegastur og markaóngur í 1. deild árið 2013.
Aron Elís Þrándarson - Bestur, efnilegastur og markaóngur í 1. deild árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn Ólafsson er einn af fjórum Fjölnismönnum í liði ársins.
Bergsveinn Ólafsson er einn af fjórum Fjölnismönnum í liði ársins.
Mynd: Björn Ingvarsson
Nigel Quashie er einn af þremur fulltrúm BÍ/Bolungarvíkur í liðinu.
Nigel Quashie er einn af þremur fulltrúm BÍ/Bolungarvíkur í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason - Þjálfari ársins 2013.
Ágúst Þór Gylfason - Þjálfari ársins 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Í kvöld var lið ársins í 1.deild karla opinberað í veislusalnum Rúbín í Öskjuhlíð. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.Markvörður:
Þórður Ingason (Fjölnir)

Varnarmenn:
Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar)
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Hafsteinn Rúnar Helgason (BÍ/Bolungarvík)

Miðjumenn:
Nigel Quashie (BÍ/Bolungarvík)
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir R.)

Sóknarmenn:
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Ben Everson (BÍ/Bolungarvík)
Juraj Grizelj (Grindavík)
Varamannabekkur: Ingvar Þór Kale (Víkingur R.), Atli Sveinn Þórarinsson (KA), Daníel Leó Grétarsson (Grindavík), Igor Taskovic (Víkingur R.), Andri Steinn Birgisson (Haukar), Stefán Þór Pálsson (Grindavík), Javier Zurbano Lacalle (Selfoss).
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Sandor Matus (KA), Sebastian Furness (Tindastóll), Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.), Óskar Pétursson (Grindavík), Sigmar Ingi Sigurðarson (Haukar).
Varnarmenn: Michael Abnett (BÍ/Bolungarvík), Milos Glogovac (KF), Helgi Valur Pálsson (Haukar), Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.), Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík), Matthías Örn Friðriksson (Grindavík), Ivan Dragicevic (KA), Sindri Snær Magnússon (Selfoss), Hafþór Þrastarson (Haukar), Hilmar Þór Hilmarsson (Fjölnir), Andy Pew (Selfoss), Egill Atlason (Leiknir R.), Guðmundur Sævarsson (Haukar), Darren Lough (KA), Alen Sutej (Grindavík), Tómas Guðmundsson (Víkingur R.), Gunnar Valur Gunnarsson (KA), Loic Ondo (BÍ/Bolungarvík), Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.), Sigurgeir Sveinn Gíslason (BÍ/Bolungarvík), Eiríkur Ingi Magnússon (KF), Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík), Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll), Dennis Nielsen (BÍ/Bolungarvík)
Miðjumenn: Jóhann Helgason (Grindavík), Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir), Hafsteinn Briem (Haukar), Kristinn Jóhannes Magnússon (Víkingur R.), Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.), Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir), Hilmar Geir Eiðsson (Haukar), Brian Gilmour (KA), Nenad Zivanovic (KF), Ingólfur Þórarinsson (Selfoss).
Sóknarmenn: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Dofri Snorrason (Víkingur R.), Ragnar Leósson (Fjölnir), Pape Mamadou Faye (Víkingur R.), Steven Beattie (Tindastóll), Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.), Þórir Guðjónsson (Fjölnir).Þjálfari ársins: Ágúst Þór Gylfason - Fjölnir
Mótið byrjaði ekki vel hjá Fjölnismönnum sem voru með einungis 4 stig að loknum fimm umferðum. Ágúst gerði þá breytingar hjá liðinu sem skiluðu sér í ótrúlega öflugum varnarleik og betra gengi. Fjölnismenn fóru á flug út mótið og þrír sigrar í röð í síðustu umferðunum tryggðu liðinu sigur í deildinni. Ágúst getur verið ansi ánægður með sumarið á sínu öðru ári sem aðalþjálfari Fjölnis.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Jörundur Áki Sveinsson (BÍ/Bolungarvík), Ólafur Þórðarson (Víkingur R.), Halldór Jón Sigurðsson (Tindastóll) Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson (Leiknir R.)

Leikmaður ársins: Aron Elís Þrándarson
Aron Elís er bæði besti og efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar í sumar þrátt fyrir að hafa einungis spilað 2/3 mótsins vegna meiðsla. Aron Elís skoraði 14 mörk í jafnmörgum leikjum og fór á kostum með Víkingi. Aron Elís var duglegur að skapa usla fram á við og Víkings liðið var ekki eins þegar hann var ekki innanborðs. Aron er ekki orðinn tvítugur ennþá og ljóst er að hann á alla möguleika á að ná mjög langt.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir), Juraj Grizelj (Grindavík), Aron Sigurðarson (Fjölnir), Ingvar Þór Kale (Víkingur R.), Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)

Efnilegastur: Aron Elís Þrándarson – Víkingur R.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Aron Sigurðarson (Fjölnir), Daníel Leó Grétarsson (Grindavík), Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völsungur), Stefán Þór Pálsson (Grindavík)


Ýmsir molar:

- Aron Elís Þrándarson fékk atkvæði frá öllum nema einum í vali á liði ársins.

- Í vörninni vantaði Bergsveini Ólafssyni þrjú atkvæði til að fá fullt hús stiga.

- Ágúst Gylfason hafði mikla yfirburði í kosningu á þjálfara ársins.

- 29 varnarmenn fengu atkvæði að þessu sinni.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar nema Þrótti fengu atkvæði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner