Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 04. október 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Rikki G spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Mynd: Sigurjón Ragnar
Manchester City vinnur Everton samkvæmt spá Rikka.
Manchester City vinnur Everton samkvæmt spá Rikka.
Mynd: Getty Images
Rikki er hrifinn af Arsenal liðinu.
Rikki er hrifinn af Arsenal liðinu.
Mynd: Getty Images
Brynjar Björn Gunnarsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku síðan.

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, hefur vakið athygli fyrir lýsingar sínar í enska boltanum í vetur en hann er einnig útvarpsmaður á FM957. Rikki henti í spá fyrir leiki helgarinnar.

Manchester City 2 - 0 Everton (11:45 á morgun)
Það virðist einhver krísa vera í Manchester borg þessa dagana. Bæði liðin þar með strikbeint niðrum sig og Simply Red ákváðu að hætta við að taka saman á ný. City menn laga hinsvegar móralinn í borginni með þægilegum 2-0 sigri á Everton sem í leiðinni tapar sínum fyrsta deildarleik. Pellegrini hefur átt undir högg að sækja í byrjun tímabils og það er erfitt fyrir mann á sjötugsaldri.

Cardiff 1 - 2 Newcastle (14:00 á morgun)
Hef heyrt að frökkum finnist einstaklega gaman að fara í "roadtrip" með félögunum og hef ég trú á að gleðin verði við völd alla leiðina til Wales. Gouffran og Ben Arfa stjórna gleðinni og kóróna það síðan með því að skora mörkin í leiknum og tryggja í leiðinni að Pardew verði eitthvað áfram. Kinnear mun síðan halda uppteknum hætti að bera nöfn liðsins viltlaus og mun bera nafn Gouffran sem "Gúffar".

Fulham 0 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Eins lesið og það gerist. Marky Sparky hefur byrjað ágætlega með Stoke liðið og á hann að sjá til þess að þeir spili knattspyrnu. En er ekki alltaf erfitt að kenna 11 ára gömlum hundi að sitja? Fulham heldur boltanum en mun lítið ná að skapa með Shawcross og Huth á móti sér.

Hull 2 - 2 Aston Villa (14:00 á morgun)
Bæði lið vilja vinna til að koma sér lengra í efri hluta deildarinnar til þess að fá sínar 15 mínútur af frægð áður en blaðran springur. En þessi lið verða alltaf í neðri hluta deildarinnar þegar yfir lýkur en halda sér bæði uppi hinsvegar. Bæði lið reyna að vinna en þurfa að sætta sig við jafntefli en tel að þessi leikur verði galopinn.

Liverpool 3 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Ég spáði Liverpool í topp 4 fyrir tímabilið og tel ég það virkilega raunhæfan möguleika á að svo verði. Það er eins og Suarez eigi níu líf, allir búnir að afskrifa hann og aðdáandur liðsins vildu losna við hann hraðar en frunsu á vörinni. Ef Suarez heldur munninum á sér lokuðum (í orðins fyllstu) og einbeitir sér að sínum leik og aðrir lykil leikmenn liðsins sleppa við meiðsli þá verða Liverpool í meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Sunderland 0 - 2 Man Utd (16:30 á morgun)
Þetta fer auðvitað mikið eftir því hvort aðrir leikmenn United geti látið konur í ættinni hans Moyes vera. Sunderland er rjúkandi rúst eftir Di Canio og sjálfstraustið í molum auk þess að vera stjóralausir. Sá sem tekur við þessu liði þarf að klífa Everest. United vinnur þægilegan sigur og gera það í hlutlausum gír.

Norwich 0 - 3 Chelsea (12:30 á sunnudag)
Manni finnst eins og Mourinho vilji ekkert vinna ensku deildina aftur með Chelsea. Búinn að geyma Mata á bekknum (ef hann hefur náð þangað) og lánaði síðan Lukaku til Everton. Mata reyndar að detta inn aftur. Eto´o engan veginn fundið sig og virkar áhugalaus. Veit ekki hvernig klásúlan er í þessum lánssamningi Lukaku en ef Mourinho á þann kostinn að kalla hann tilbaka þá myndi ég gera það í gær! Chelsea vinnur samt þennan leik örugglega.

Southampton 2 - 1 Swansea (12:30 á sunnudag)
Það lá við styrjöld þegar Adkins var látinn fara á síðasta tímabili en ALLIR stuðningsmenn liðsins eru búnir að gleyma honum því argentínski snillingurinn Pochettino spilar einn skemmtilegasta boltann í deildinni. Algjör dýrðlingur! Lambert þrumar einu úr aukaspyrnu.

Tottenham 2 - 0 West Ham (15:00 á sunnudag)
Það hefur verið lítið um sóknargæði hjá West Ham með Carroll meiddan og Vas Te utan þjónustusvæðis. Þeir skora ekki gegn öflugri vörn Tottenham. Vertonghen girðir niðrum Ravel Morrison sem tryllist og fær rautt spjald fyrir vikið. Morrison og Torres stofna síðan "I hate Vertonghen club" á facebook. Gylfi er markahæsti maður liðsins í deildinni og bætir á þann lista í þessum leik.

WBA 1 - 3 Arsenal (15:00 á sunnudag)
Arsenal er langbesta liðið það sem af er á þessu tímabili. Minna óneitanlega á meistaraliðið 2003-04. Ramsey tók upp á því að fara að geta eitthvað í fótbolta, Wilshere nennir ekki að vera á meiðslalista lengur, Wenger náði sér í besta miðjumann heims í dag og Giroud fattaði loksins framherja hlutverkið. Það verður að segjast eins og er að Arsenal gæti auðveldlega landað titlinum á þessu tímabili.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner