Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 12. nóvember 2014 11:18
Elvar Geir Magnússon
Pabbi gaf leyfi á að Ödegaard yrði í FM15
Martin Ödegaard verður vinsæll í FM.
Martin Ödegaard verður vinsæll í FM.
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard hjá Strömsgodset er einn umtalaðasti fótboltamaður heims í dag, aðeins 15 ára gamall.

Real Madrid, Ajax, Liverpool, Manchester United, Chelsea, Man City, Bayern München, Barcelona og fleiri stórlið vilja fá hann í sínar raðir.

Tölvuleikurinn Football Manager kom út í síðustu viku og þurfti framkvæmdastjóri leiksins, Miles Jacobson, að fara eftir reglum og fá leyfi foreldra Ödegaard til að hafa hann í leiknum vegna þess hve ungur hann er.

Faðir Martin Ödegaard gaf FM leyfi á að bæta stráknum í leikinn og var Twitter notað til að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ödegaard verður því í næstu uppfærslu af leiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner