Norski landsliðsmaðurinn Martin Ödegaard hjá Strömsgodset er einn umtalaðasti fótboltamaður heims í dag, aðeins 15 ára gamall.
Real Madrid, Ajax, Liverpool, Manchester United, Chelsea, Man City, Bayern München, Barcelona og fleiri stórlið vilja fá hann í sínar raðir.
Real Madrid, Ajax, Liverpool, Manchester United, Chelsea, Man City, Bayern München, Barcelona og fleiri stórlið vilja fá hann í sínar raðir.
Tölvuleikurinn Football Manager kom út í síðustu viku og þurfti framkvæmdastjóri leiksins, Miles Jacobson, að fara eftir reglum og fá leyfi foreldra Ödegaard til að hafa hann í leiknum vegna þess hve ungur hann er.
Faðir Martin Ödegaard gaf FM leyfi á að bæta stráknum í leikinn og var Twitter notað til að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ödegaard verður því í næstu uppfærslu af leiknum.
Here is your permission to put Martin Ødegaard into FM15... @milesSI #FM15 pic.twitter.com/6valTXRAte
— Erik Midtgarden (@ErikMidtgarden) November 11, 2014
Athugasemdir