Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 19. nóvember 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Don Balon listinn: Ödegaard sá yngsti
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Vefsíðan 101greatgoals hefur opinberað nýjan Don Balon lista en þar eru valdir 101 hæfileikaríkustu ungu leikmenn heims. Listanum er ekki raðað í geturöð heldur eftir stafrófinu góða.

Reglur listans eru þær að leikmenn verða að vera fæddir eftir 1. janúar 1993 til að vera gjaldgengir.

Smelltu hér til að skoða listann

Yngstur á listanum er Norðmaðurinn Martin Ödegaard (15 ára) sem þegar hefur leikið fyrir A-landsliðið. Mikið er fjallað um strákinn sem hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu en er í herbúðum Strömsgodset.

Tveir sextán ára leikmenn eru á listanum. Seung-Woo Lee er í herbúðum Barcelona en hann hefur verið kallaður hinn kóreski Messi. Hachim Mastour er farinn að æfa með aðalliði AC Milan þó hann hafi ekki enn brotið sér leið inn í liðið.

Leikmenn í eigu enskra félaga sem eru á listanum: Rolando Aarons (Newcastle United), Ross Barkley (Everton), Saido Berahino (West Brom), Isaiah Brown (Chelsea), Calum Chambers (Arsenal), Daniel Crowley (Arsenal), Eric Dier (Tottenham), Jack Grealish (Aston Villa), Thorgan Hazard (Chelsea), Will Hughes (Derby County), Jordon Ibe (Liverpool), Adnan Januzaj (Manchester United), Harry Kane (Tottenham), 48. Ruben Loftus-Cheek (Chelsea), Romelu Lukaku (Everton), Lazar Markovic (Liverpool), Paddy McNair (Manchester United), Divock Origi (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Lucas Piazon (Chelsea), José Ángel Pozo (Manchester City), Karim Rekik (Manchester City), Luke Shaw (Manchester United), Dominic Solanke (Chelsea), Raheem Sterling (Liverpool), John Stones (Everton), Adam Taggart (Fulham), James Wilson (Manchester United), Gedion Zelalem (Arsenal), Kurt Zouma (Chelsea).

Tilþrif frá Martin Ödegaard:

Athugasemdir
banner
banner
banner