Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 06. janúar 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Verður Ödegaard flopp eins og Freddy Adu?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Martin Ødegaard.
Martin Ødegaard.
Mynd: Getty Images
Freddy Adu náði ekki að slá í gegn eftir að hafa verið mikið efni.
Freddy Adu náði ekki að slá í gegn eftir að hafa verið mikið efni.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Hinn 19 ára gamli Axel Pálsson spurði út í norska undrabarnið Martin Ödegaard em öll stærstu félög heims vilja fá í sínar raðir.

Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður ÍA, er búsettur í Noregi og hann hefur fylgst vel með uppgangi Ödegaard. Hann svaraði spurningu Axels.


Verður Ödegaard flopp eins og Freddy Adu?
Nú er Ödegaard orðin 16 og mánuði betur og getur þar af leiðandi valið sér hvaða lið sem er í heiminum. Martin hefur farið til allra stærstu liðanna í Evrópu til að skoða aðstæður, eftir því sem ég veit best hefur honum og faðir hans litist best á Real Madrid. Þegar kemur að þvi að velja held ég að skynsamlegast væri að semja við eitthvert liðið og fara svo á lán til Strömsgodset eða eitthvað annars liðs í Tippeligunni til að öðlast reynslu og spila við alvöru menn, en hver myndi svosem segja Nei við þvi að semja og æfa með Real Madrid? Ekki ég!

En svo er það stóra spurningin, er þetta bara krakki sem týnist úti í hinum stóra heimi og floppar gjörsamlega eins og Freddy Adu og fleiri? Ég hugsa ekki, eftir að hafa séð nokkra leiki og séð hann leika á andstæðinga hugsa ég eitt nafn, Messi! Auðvitað er algjör vitleysa að líkja honum við einn af bestu leikmönnum heims, fyrr og síðar! En taktarnir, hreyfingar og meðferð boltans með vinstri fæti minna óneitanlega á litla snillinginn frá Argentínu. Einnig held ég að Ödegaard eigi fleiri að sem passa upp á drenginn, pabbi hans er með fótboltavit. Ég vona að hann taki eitt skref í einu og annaðhvort verði áfram í Noregi þá á láni frá einhverjum stórklúbb eða velji Ajax frá Amsterdam og fái að spila reglulega. Mín skoðun er sú að við eigum eftir að sjá talsvert meira af hinum stórefnilega Martin Ödegaard.

Andri Júlíusson
Athugasemdir
banner
banner
banner