Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   fös 09. janúar 2015 11:38
Magnús Már Einarsson
Ödegaard meðhöndlaður eins og kóngur hjá Real Madrid
Norska undrabarnið Martin Ödegaard er við það að ganga frá samningi við Real Madrid.

Hinn 16 ára gamli Ödegaard er mjög eftirsóttur en mörg stórlið vilja fá hann í sínar raðir frá Stromsgödset.

Fyrr í vikunni fór Ödegaard í annað skipti í heimsókn til Real Madrid og samkvæmt frétt Marca hefur hann verið meðhöndlaður eins og kóngur hjá félaginu.

Ödegaard hefur æft með Real Madrid og þá hefur hann hitt bæði Zinedine Zidane og Florentino Perez forseta REal Madrid.

Marca, sem hefur lengi verið á bandi Real Madrid, setti síðan á forsíðu sína í morgun mynd af Ödegaard með textanum: ,,Komdu til Madrid!"
Athugasemdir
banner