Heimild: Goal.com
Hinn danski Michael Laudrup, fyrrum knattspyrnustjóri Swansea, ráðleggur norska undrabarninu Martin Ödegaard frá því að ganga í raðir Real Madrid og FC Bayern.
Þessi mikla goðsögn telur að Ödegaard muni ekki ná að sanna sig hjá stórliðunum og að hann ætti frekar að taka sitt næsta skref á ferlinum.
Þessi mikla goðsögn telur að Ödegaard muni ekki ná að sanna sig hjá stórliðunum og að hann ætti frekar að taka sitt næsta skref á ferlinum.
,,Ég er ekki sannfærður um a hann ætti að fara til Madríd. Hann er 16 ára og ég sé ekki fyrir mér að hann spili fyrir Real Madrid eða FC Bayern," sagði Laudrup.
,,Ef hann væri sonur minn myndi ég ráðleggja honum að fara til Hollands."
Ödegaard er samningsbundinn Strömsgodset í heimalandi sínu og er eftirsóttur af öllum stærstu liðum Evrópu.
Athugasemdir