Aron Sigurðarson var með fjóra rétta af sex þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni um síðustu helgi.
Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður á 365, sér um að spá í leikina að þessu sinni.
Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður á 365, sér um að spá í leikina að þessu sinni.
KA 1 - 1 Víkingur R. (14:00 á morgun)
Það verður gaman að sjá hversu þreyttir leikmenn Víkings voru orðnir á Milos. Miðað við sögusagnir þá voru þeir alveg að gefast upp á öguðu og ströngu skipulagi. Það verður áhugavert að sjá hvort Logi (Ólafsson) nái að koma inn með léttleika. KA gæti tapað þriðja leik sínum í röð og þá er komin skrýtin stemning í kringum liðið. KA er sigurstranglegra en Víkingarnir ná að rétta aðeins úr kútnum með því að ná í gott stig.
ÍBV 2 - 2 ÍA 16:00 á morgun)
Mínir menn þurfa nauðsynlega á stigi að halda. Ég ætla ekki að gerast svo frekur að óska eftir sigri fyrir mína menn en að komast á blað skiptir öllu máli. ÍBV hefur fundið taktinn í síðustu tveimur leikjum og Eyjamenn eru sigurstranglegri. Ég held að takmarkið náist þó hjá Skagamönnum. Þeir verða fyrsta liðið til að skora hjá ÍBV í tveimur leikjum.
Breiðablik 2 - 0 Víkingur Ó. (18:00 á sunnudag)
Blikarnir eru aðeins búnir að ná kassanum út eftir að hafa unnið í síðustu umferð. Ólsararnir þurfa að fara back to basics eftir tapið síðast. Ég held að Milos komi með góða struma í Kópavoginn og Breiðablik vinni.
Fjölnir 1 - 3 Stjarnan (19:15 á sunnudag)
Fyrirfram er þetta rosalega skemmtilegur leikur. Í fyrra töluðum við um Fjölni sem liðið sem vantaði að taka skrefið. Þeir tóku FH á útivelli síðast og ef þeir vinna Stjörnuna heima þá má tala um að þeir hafi tekið eitt þroskastig í viðbót. Stjörnumenn eru hins vegar á það góðu skriði að þeir vinna þennan leik.
Grindavík 2 - 3 Valur (19:15 á sunnudag)
Valur er með skemmtilegasta fótboltaliðið á Íslandi í dag og leikirnir þeirra eru skemmtilegastir. Grindavík hefur bara náð í eitt stig í fyrstu tveimur heimaleikjunum og ég held að þetta sé líka of stór biti fyrir þá. Menn verða heitir fram á við og Kristinn Ingi skorar þrennu.
KR 2 - 2 FH (20:00 á sunnudag)
Þrátt fyrir að þessi leikur sé bara í fimmtu umferð þá er þetta ótrúlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ef allt fer á versta veg fyrir FH í þessari umferð þá gæti liðið verið átta stigum á eftir efstu liðunum. Mér er til efs að það hafi gerst síðan liðið fór á toppinn árið 2004. Leikmenn FH gætu lent í stöðu sem þeir hafa ekki lent í áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig leikmenn taka þessum pillum sem Heimir Guðjóns sendi þeim eftir síðasta leik. KR-ingar sýndu ný vopn gegn Val og heilluðu mig þar. Þeir eru til alls líklegir og ég spái jafntefli.
Mundu eftir Draumaliðsdeildinni
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 13:00 á laugardag. Mundu að gera breytingar í tæka tíð. Einnig er hægt að skrá ný lið til keppni!
Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir