Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 15:02
Magnús Már Einarsson
Oliver til Bodö/Glimt (Staðfest)
Oliver, Frode Thomasson framkvæmdastjóri Bodö/Glimt og Ólafur Garðarsson umboðsmaður.
Oliver, Frode Thomasson framkvæmdastjóri Bodö/Glimt og Ólafur Garðarsson umboðsmaður.
Mynd: Bodö/Glimt
Norska félagið Bodö/Glimt hefur keypt miðjumanninn Oliver Sigurjónsson frá Breiðabliki.

Oliver er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samningi í Noregi.

Hinn 22 ára gamli Oliver hefur einungis spilað fjóra leiki í Pepsi-deildinni í sumar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.

Oliver meiddist snemma móts en hann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum Breiðabliks.

Hann lék kveðjuleik sinn með Blikum í 4-2 sigri á KA um helgina.

Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra en það er með sex stig forskot í norsku B-deildinni í augnablikinu.

Oliver var á mála hjá AGF í Danmörku á árunum 2012 til 2014 en þess fyrir utan hefur hann alltaf leikið með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner