Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 01. júlí 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn spáir í leiki 11. umferðar í Pepsi-deildinni
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar spáir Keflavík mjög óvæntum sigri.
Viðar spáir Keflavík mjög óvæntum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag og kvöld verða fimm leikir spilaðir í 11. umferð Pepsi-deildarinnar. Tveir leikir voru spilaðir í 10. umferðinni á meðan Ísland var á HM í Rússlandi en 10 umferð verður ekki kláruð fyrr en um miðjan júlí. Ellefta umferðin klárast á undan.

Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, spáir í leikina að þessu sinni.



ÍBV 1 - 1 Grindavík (klukkan 16:00 í dag)
ÍBV kemst yfir snemma og stjórna leiknum nánast til enda; þangað til í uppbótartíma, þá fá Grindvíkingar vafasamt víti og það sýður allt upp úr. Aðstoðarþjálfari ÍBV, Andri Ólafsson, fær rautt meðal annars og Grindvíkingar stela stigi.

KA 1 - 3 Breiðablik (klukkan 16:00 í dag)
Blikar komast í 0-3 eftir korter og Hallgrímur Jónasson klórar í bakkann með skoti af 30 metrunum í blálokin.

Keflavík 2 - 1 Valur (klukkan 17:00 í dag)
Keflvíkingar hrökkva í gang í dag og vinna óvæntan sigur á Völsurum.

Fjölnir 1 - 2 Fylkir (klukkan 19:15 í kvöld)
Guðmundur Karl frá Þorlákshöfn kemur Fjölni yfir snemma en síðan klárar Hákon Ingi Jónsson leikinn með tvennu á síðustu 10 mínútunum.

KR 1 - 1 Víkingur R. (klukkan 19:15 í kvöld)
KR-ingar komast yfir snemma leiks með marki frá Kidda jóns sem átti að vera fyrirgjöf. Sölvi Geir Ottesen jafnar í uppbótartíma með skoti fyrir utan teig og tryggir Víkingum dýrmætt stig.

FH 2 - 2 Stjarnan (klukkan 20:00 á morgun)
Verður hörkuleikur og mikill hiti. Tvö víti og tvö rauð spjöld munu líta dagsins ljós í Kaplakrika.

Fyrri spámenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner