mán 03. desember 2018 10:47
Elvar Geir Magnússon
Vandræði Balotelli halda áfram - Öskraði á Vieira
Vesen á Balotelli.
Vesen á Balotelli.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn umtalaði Mario Balotelli gæti yfirgefið franska félagið Nice í janúar en hann lét þjálfara sinn, Patrick Vieira, heyra það eftir að hafa verið tekinn af velli um liðna helgi.

Balotelli hefur enn ekki skorað á tímabilinu og Vieira tók hann af velli í markalausu jafntefli gegn Guingamp.

Eftir dapra byrjun hefur gengi Nice batnað en liðið er í sjöunda sæti frönsku deildarinnar.

Vieira virkaði mjög hissa þegar Balotelli brást við skiptingunni um helgina með því að öskra og benda á hann. Hann kastaði síðan hönskunum sínum reiðilega í bekkinn.

Eftir leikinn sagðist Vieira ekki vera einkaþjálfari Balotelli en að frammistaða ítalska sóknarmannsins hafi verið undir getu.

Líklegt er að Balotelli færi sig um set í janúar en í sumar voru viðræður um að hann færi til Olympique Marseille.

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, valdi Balotelli í landsliðið fyrst eftir að hann tók við.

„Það er leiðinlegt að sjá Balotelli sóa hæfileikum sínum eins og hann gerir. Ég held að hann geti haldið áfram að skemmta fólki með því að skora mörk," segir Mancini.

„Vonin er alltaf það síðasta sem deyr. Tíminn líður og hann verður að nota tækifærin sem hann fær."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner