Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 03. ágúst 2019 12:19
Ívan Guðjón Baldursson
Messi í þriggja mánaða landsliðsbann
Lionel Messi hefur verið dæmdur í þriggja mánaða landsliðsbann vegna ummæla sinna í Copa America.

Argentína tapaði fyrir Brasilíu í undanúrslitum og var Messi allt annað en sáttur með dómgæsluna á mótinu og sakaði mótshaldara um spillingu.

Nú hefur Suður-ameríska knattspyrnusambandið, CONMEBOL, skoðað ummælin og dæmt fyrirliða Argentínu í leikbann.

Messi er eflaust ekki að kippa sér mikið upp við þetta þar sem Argentína keppir aðeins æfingaleiki næstu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner