Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 09. ágúst 2019 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Ásgeir Ingólfs spáir í 16. umferðina í Pepsi Max
Ásgeir Þór Ingólfsson.
Ásgeir Þór Ingólfsson.
Mynd: Hulda Margrét
Valsmenn taka á móti FH.
Valsmenn taka á móti FH.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Skorar Hewson gegn sínu gamla félagi?
Skorar Hewson gegn sínu gamla félagi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á sunnudaginn með fimm leikjum en umferðin lýkur síðan á mánudagskvöldið með leik Fylkis og Grindavíkur í Árbænum.

Pétur Theodór Árnason framherji Gróttu í Inkasso-deildinni spáði þremur leikjum rétt í 15. umferðinni en nú er komið að Ásgeiri Þór Ingólfssyni fyrirliði Hauka og fyrrum leikmanni Vals og Grindavíkur að spá í 16. umferðina.

KA 2 - 1 Stjarnan (16:00 á sunnudag)
KA menn eru komnir með bakið upp við vegg og Stjarnan búnir að vera mjög solid. En það er alltaf erfitt að fara norður yfir heiði og spila þar.Ég ætla að skjóta á 2 -1 fyrir Óla Stefáni og hans mönnum.

HK 3 - 2 KR (16:00 á sunnudag)
Það er svo sannarlega gaman að vera HKingur í dag. Þeir eru svakalegir inní þessari gryfju sinni og þeir halda uppteknum hætti og vinna þennan leik 3-2. Björn Berg Bryde hendir í þrennu og Bjöggi Stef skorar tvö.

Víkingur R. 3 - 0 ÍBV (16:00 á sunnudag)
Víkingur R tekur þennan leik með sínum sambabolta. 3-0 og AG brosir sínu breiðasta.

ÍA 0 - 2 Breiðablik (16:00 á sunnudag)
Ég hef rosalega gaman að fylgjast með Skagamönnum í ár. Þeir berjast frá 1 - 95 mínútu. Blikarnir eru að ranka við sér og því miður fyrir vini mína uppá Skaga þá verða Blikarnir of stór biti í þetta skiptið. 0-2 fyrir Blika og Gaui Lýðs með mörkin.

Valur 3 - 3 FH (20:00 á sunnudag)
Risarnir tveir að berjast og allt undir. Bæði liðin verið upp og niður. Ég ætla að skjóta á 3-3. Lennon hleður sennilega í 2 mörk og eina stoðsendingu. Kristinn Freyr og Patti litli Pedersen sjá um mörk Valsmanna.

Fylkir 1 - 1 Grindavík (19:15 á mánudag)
Ég verð að henda X á þennan leik. Fylkismenn verða hundfúlir með punktinn en þeir gulu og glöðu verða enn sáttari með punktinn “virða stigið” er mottó þeirra í ár. Aron JP og Sam Hewson með mörkin

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Athugasemdir
banner