Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 07. september 2005 15:49
Magnús Már Einarsson
Formaður Reynis hljóp sigurhring á G-streng eftir sigurinn á Gróttu
Sigursveinn hleypur sigurhringinn í gær.
Sigursveinn hleypur sigurhringinn í gær.
Mynd: Jón Örvar Arason
Reynir Sandgerði komst í gær upp í 2.deild eftir margra ára dvöl í 3.deildinni. Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður knattspyrnudeildar liðsins þurfti að standa við skemmtilegt veðmál eftir að liðið komst upp í gær.

Við báðum Sigurgeir um að segja okkur frá þessu. Hann sagði við Fótbolti.net: ,,Málið er það að þetta er fjórða árið mitt í stjórn og fjórða úrslitakeppnin. Ég er búinn að upplifa mikil vonbrigði síðustu 3 ár þannig að ég fór á æfingu til strákana og skoraði á þá að ef þeir færu upp þá myndi ég hlaupa á þessum hlébarða G-streng einum klæða, sigurhring um völlinn. Ef þeir myndu klúðra því þá væri kippa á mann frá þeim til mín, sem sagt 20 kippur. Ég varð náttúrulega bara að standa við þetta í gær."

Við spurðum Sigursvein einnig af því hvernig hann hefði fengið hugmyndina af þessu uppátæki: ,,Mér datt það í hug sjálfur. Ég gerði það sama í fyrra þegar að við spiluðum við Fjarðabyggð í fjögurra liða úrslitum og gerðum 0-0 jafntefli á heimavelli og fór svo á útivöllinn. Ég lagði bara undir að ég myndi hlaupa sigurhringinn á Eskifjarðarvelli ef þeir (Reynir) myndu fara upp og var klæddur í G-srenginn undir buxunum í fyrra, þeir klúðruðu því, töpuðu 3-2. Ég bætti þessu við núna að ég myndi fá bjórkippu á mann ef þeir myndu klúðra þessu. Mér fannst ég verða að fá eitthvað á þessu ef þeir myndu klúðra þessu."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hlaupa sigurhring á G-streng vegna veðmáls en Geir Nordby þjálfari norksa kvennaliðsins Roa Idrettslag gerði slíkt hið sama í fyrra þegar að lið hans sigraði norsku bikarkeppnina eins og við greindum frá.


Tvær aðrar myndir af Sigursveini að hlaupa má sjá hér að neðan en Jón Örvar Arason tók þær. Hægt er að sjá myndirnar með því að smella á þær.
Athugasemdir
banner
banner
banner