Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Jón Guðni seldur frá Krasnodar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson verður mögulega seldur frá rússneska félaginu Krasnodar eftir áramót.

Jón Guðni virðist ekki inni í framtíðar­plön­um Krasnodar og er talið nokkuð líklegt að hann verði sett­ur á sölu­lista í byrjun næsta árs, ef marka má frétt frá Championat, sem er einn stærsti íþróttamiðilinn í Rússlandi. Íslendingavaktin segir frá þessu í dag.

Krasnodar er í 4. sæti í rússnesku úrvalsdeildinni en félagið ætlar að setja fjóra leikmenn á sölulista og Jón Guðni er einn þeirra.

Hinn þrítugi Jón Guðni kom til Krasnodar frá Norrköping sumarið 2018. Síðan þá hefur hann spilað 25 leiki í öllum keppnum en verið ónotaður varamaður í 41 leik.

Jón Guðni er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Tyrklandi og Moldóvu en hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Andorra.
Athugasemdir
banner
banner
banner