Jens Martin Knudsen, fyrrum landsliðsmarkvörður Færeyinga og leikmaður Leifturs á Ólafsfirði, segir að Guðjón Þórðarson eigi að verða næsti landsliðsþjálfari Færeyja.
Lars Olsen er að hætta sem landsliðsþjálfari og leit stendur yfir að eftirmanni hans.
Guðjón hefur sótt um starfið en hann hætti sem þjálfari NSI Runavík á dögunum. Jens Martin var á meðal aðstoðarmanna Guðjóns hjá NSÍ og hann er ekki í vafa um hver eigi að taka við færeyska landsliðinu.
Lars Olsen er að hætta sem landsliðsþjálfari og leit stendur yfir að eftirmanni hans.
Guðjón hefur sótt um starfið en hann hætti sem þjálfari NSI Runavík á dögunum. Jens Martin var á meðal aðstoðarmanna Guðjóns hjá NSÍ og hann er ekki í vafa um hver eigi að taka við færeyska landsliðinu.
„Færeyska knattspyrnusambandi fær ekki aftur svona möguleika til að að fá mann í starfið sem er svona reyndur þjálfari," sagði Jens Martin við FM1 í Færeyjum.
„Einu sinni vorum við með Guðjón Þórðarson í sigtinu en þá vorum við svo hrokafullir að við leyfðum honum að fara í næstefstu deild á Englandi."
Athugasemdir