FH tapaði, 0-1, fyrir KR í Bose-mótinu í dag. Leikurinn var annar leikur liðanna í mótinu. Bæði lið unnu í fyrstu umferð og því er KR með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í dag. Hann var spurður út í fjarveru Steven Lennon í liðinu í dag og hegðun hans á samfélagssmiðlum í vikunni.
Sjá einnig: Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í dag. Hann var spurður út í fjarveru Steven Lennon í liðinu í dag og hegðun hans á samfélagssmiðlum í vikunni.
Sjá einnig: Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Ólafur segir Lennon hafa verið í frí í dag. En hvað um Instagram færsluna í vikunni þar sem hann skaut á FH vegna launagreiðslna?
„Var hann ekki bara að mynda soninn í leik á ströndinni og svo fylgdi eitthvað með?"
„Menn verða að kunna sig á samfélagsmiðlunum."
Ætlar Óli að ræða við Lennon um þetta?
„Ja, ég veit ekki. Kannski er strákurinn með svona hættulegt verkfæri á ströndinni, við þurfum að skoða það eitthvað."
Er Óli í erfiðri stöðu vegna fjárhagsstöðu FH?
„Það hefur komið fram að það hefur verið hikst sem menn eru að leysa. Það er eitthvað sem við þurfum að glíma við. Leikmannahópurinn og við þjálfararnir þurfum að einbeita á það sem við erum settir inn í FH til að gera."
„Það eru aðrir sem sjá um hitt. Svo leysum við málin, þau leysast ekkert í viðtali við þig eða á samfélagsmiðlum, þau leysast innan hús."
Er Ólafur sjálfur sáttur?
„Ég er alltaf mjög sáttur, jákvæður og bjartsýnn maður," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir