Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 23. nóvember 2019 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn KR í Bose-mótinu. KR sigraði leikinn, 0-1, leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

„Það er fínt að byrja í nóvember, tími til að sjá, sérstaklega þessa yngri, spila," sagði Ólafur eftir leik i dag. Tveir 15 ára leikmenn léku með FH í leiknum í dag.

Eru einhverjir yngri leikmannana sem Ólafur sér fyrir sér spila næsta sumar?

„Logi Róbertsson sem spilaði í miðverðinum spilaði feikilega vel í dag. Við vitum að Þórir Jóhann og Jónatan geta spilað í Pepsi-deildinni."

„Þessir yngri fá hér tækifæri til að mæla sig við Íslandsmeistarana sem er erfitt en þá vita þeir hvað þarf til þess að spila, það er betra fyrir þá að spila á þennan hátt frekar en að spila ekki."


Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta spiluðu með FH í leiknum í dag. Stefnir Óli á semja við þá fyrir næstu leiktíð?

„Viktor er að æfa með okkur, spennandi strákur. Við vitum allir hvað landsliðsmaðurinn Emil getur í fótbolta. Frábært fyrir okkur að fá hann til að miðla af sér á æfingum hjá okkur. Hvað verður er ómögulegt að segja."

„Ég myndi ekkert hafa á móti því ef Emil spilaði í FH næsta sumar, frábær í fótbolta og góður drengur. Hann er velkominn í Krikann og hann veit það, alltaf,"
sagði Óli um Emil Hallfreðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner