Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 23. nóvember 2019 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn KR í Bose-mótinu. KR sigraði leikinn, 0-1, leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

„Það er fínt að byrja í nóvember, tími til að sjá, sérstaklega þessa yngri, spila," sagði Ólafur eftir leik i dag. Tveir 15 ára leikmenn léku með FH í leiknum í dag.

Eru einhverjir yngri leikmannana sem Ólafur sér fyrir sér spila næsta sumar?

„Logi Róbertsson sem spilaði í miðverðinum spilaði feikilega vel í dag. Við vitum að Þórir Jóhann og Jónatan geta spilað í Pepsi-deildinni."

„Þessir yngri fá hér tækifæri til að mæla sig við Íslandsmeistarana sem er erfitt en þá vita þeir hvað þarf til þess að spila, það er betra fyrir þá að spila á þennan hátt frekar en að spila ekki."


Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta spiluðu með FH í leiknum í dag. Stefnir Óli á semja við þá fyrir næstu leiktíð?

„Viktor er að æfa með okkur, spennandi strákur. Við vitum allir hvað landsliðsmaðurinn Emil getur í fótbolta. Frábært fyrir okkur að fá hann til að miðla af sér á æfingum hjá okkur. Hvað verður er ómögulegt að segja."

„Ég myndi ekkert hafa á móti því ef Emil spilaði í FH næsta sumar, frábær í fótbolta og góður drengur. Hann er velkominn í Krikann og hann veit það, alltaf,"
sagði Óli um Emil Hallfreðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner