Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 23. nóvember 2019 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn KR í Bose-mótinu. KR sigraði leikinn, 0-1, leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

„Það er fínt að byrja í nóvember, tími til að sjá, sérstaklega þessa yngri, spila," sagði Ólafur eftir leik i dag. Tveir 15 ára leikmenn léku með FH í leiknum í dag.

Eru einhverjir yngri leikmannana sem Ólafur sér fyrir sér spila næsta sumar?

„Logi Róbertsson sem spilaði í miðverðinum spilaði feikilega vel í dag. Við vitum að Þórir Jóhann og Jónatan geta spilað í Pepsi-deildinni."

„Þessir yngri fá hér tækifæri til að mæla sig við Íslandsmeistarana sem er erfitt en þá vita þeir hvað þarf til þess að spila, það er betra fyrir þá að spila á þennan hátt frekar en að spila ekki."


Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta spiluðu með FH í leiknum í dag. Stefnir Óli á semja við þá fyrir næstu leiktíð?

„Viktor er að æfa með okkur, spennandi strákur. Við vitum allir hvað landsliðsmaðurinn Emil getur í fótbolta. Frábært fyrir okkur að fá hann til að miðla af sér á æfingum hjá okkur. Hvað verður er ómögulegt að segja."

„Ég myndi ekkert hafa á móti því ef Emil spilaði í FH næsta sumar, frábær í fótbolta og góður drengur. Hann er velkominn í Krikann og hann veit það, alltaf,"
sagði Óli um Emil Hallfreðsson.
Athugasemdir
banner