Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 23. nóvember 2019 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn KR í Bose-mótinu. KR sigraði leikinn, 0-1, leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

„Það er fínt að byrja í nóvember, tími til að sjá, sérstaklega þessa yngri, spila," sagði Ólafur eftir leik i dag. Tveir 15 ára leikmenn léku með FH í leiknum í dag.

Eru einhverjir yngri leikmannana sem Ólafur sér fyrir sér spila næsta sumar?

„Logi Róbertsson sem spilaði í miðverðinum spilaði feikilega vel í dag. Við vitum að Þórir Jóhann og Jónatan geta spilað í Pepsi-deildinni."

„Þessir yngri fá hér tækifæri til að mæla sig við Íslandsmeistarana sem er erfitt en þá vita þeir hvað þarf til þess að spila, það er betra fyrir þá að spila á þennan hátt frekar en að spila ekki."


Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta spiluðu með FH í leiknum í dag. Stefnir Óli á semja við þá fyrir næstu leiktíð?

„Viktor er að æfa með okkur, spennandi strákur. Við vitum allir hvað landsliðsmaðurinn Emil getur í fótbolta. Frábært fyrir okkur að fá hann til að miðla af sér á æfingum hjá okkur. Hvað verður er ómögulegt að segja."

„Ég myndi ekkert hafa á móti því ef Emil spilaði í FH næsta sumar, frábær í fótbolta og góður drengur. Hann er velkominn í Krikann og hann veit það, alltaf,"
sagði Óli um Emil Hallfreðsson.
Athugasemdir
banner