sun 24. nóvember 2019 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho líður eins og hann hafi verið niðurlægður og gerður að blóraböggli
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Sancho fór til Dortmund frá Man City árið 2017.
Sancho fór til Dortmund frá Man City árið 2017.
Mynd: Getty Images
Í leik með enska landsliðinu. Hann á 11 A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur.
Í leik með enska landsliðinu. Hann á 11 A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur.
Mynd: Getty Images
David Ornstein, blaðamaður The Athletic, skrifar um það í grein sinni í dag að Jadon Sancho hafi ekki verið ánægður með hegðun vinnuveitenda sinna að undanförnu.

„Mikilvægi Jadon Sancho fyrir Borussia Dortmund var undirstrikað síðasta föstudag þegar hann skoraði eitt og lagði upp eitt í 3-3 jafntefli gegn Paderborn," skrifar Ornstein.

Í síðasta mánuði var hinn 19 ára gamli Sancho settur út úr liðinu og sektaður fyrir að mæta of seint úr landsliðsverkefni fyrir leik gegn Borussia Mönchengladbach. Michael Zorc, stjóri íþróttamála hjá Dortmund, og Lucien Favre, stjóri liðsins, gagnrýndu Sancho báðir opinberlega.

Sambandið á milli Dortmund og Sancho versnaði enn frekar eftir 4-0 tap gegn Bayern München fyrir tveimur vikum síðan; Sancho var tekinn út af í stöðunni 1-0 á 36. mínútu. Eftir leikinn sagði Favre að frammistaða unga Englendingsins hafi valdið því að hann hefði verið tekinn út af.

Sancho fannst skiptingin furðuleg í ljósi þess að hann var í stóru hlutverki í 3-2 sigri gegn Bayern á síðasta tímabili. Hann byrjaði hægt en vann sig inn í leikinn og hjálpaði sínu liði að vinna 3-2 eftir að hafa lent 1-0 undir.

The Athletic segir frá því að Sancho líði sem svo að hann hafi verið niðurlægður, gerður að blóraböggli og ekki varinn af vinnuveitendum sínum. Þessi atburðarrás hefur gert það að verkum - sérstaklega skiptingin í München.

Ferill kantmannsins hefur verið á mikilli uppleið frá því hann fór til Dortmund frá Manchester City árið 2017 fyrir 10 milljónir punda. Hann vann sér sæti í aðalliði Dortmund, skoraði 13 mörk og lagði upp 16 í 43 leikjum á síðasta tímabili.

Zorc og framkvæmdastjórinn, Hans-Joachim Watzke, eru sagðir hafa spurt Sancho og hans teymi síðasta sumar hvort hann myndi sækjast eftir félagaskiptum í janúar. Svarið var hreint og beint nei; planið var að klára tímabilið í Dortmund.

Frekari fréttir um framtíð Sancho og möguleg félagaskipti hans frá Dortmund urðu til þess að yfirmenn þýska félagsins spurðu svipaðra spurninga þegar hann var með enska landsliðinu - afstaða hans var ítrekuð.

Félagið hefur ekki sýnt löngun að vilja Sancho í janúarglugganum, en hann er sjálfur ósáttur og ruglaður í ríminu yfir hegðun í hans garð að undanförnu frá félaginu. Dortmund hefur ekki verið að eiga sérstakt tímabil og heimildamenn nánir Sancho segja að leikmanninum finnist eins og verið sé að gera hann að blóraböggli.

Sancho hefur skorað fjögur mörk og lagt upp sjö í 16 leikjum á tímabilinu. Tölfræðin bendir ekki til þess að hann sé sjálfur að eiga verra tímabil, en á síðasta tímabili. Hann heldur áfram að vera tölfræðilega framúrskarandi miðað við leikmenn á svipuðum aldri í Evrópu.

Ornstein segir að teymi Sancho ætli að ræða við Dortmund um stöðuna. Þeir vita af félögum sem hafa mikinn áhuga á Sancho næsta sumar, þegar hann býst við að yfirgefa Signal Iduna Park.

Eins og staðan er núna, eru möguleikarnir Barcelona, Liverpool, Manchester United og Real Madrid. Þá hefur Manchester City, fyrrum félag Sancho, beðið um að vera látið vita ef eitthvað gerist hjá honum, en engin samtöl hafa verið við Chelsea, félagið sem Sancho studdi í æsku.

Sancho hefur ekki valið á milli og ætlar ekki að skoða formleg tilboð fyrr en síðar. Sancho er þekktur fyrir að vera sérstaklega varkár við ákvarðanatöku sína og meðvitaður um að velja réttan áfangastað á besta tíma.

hérna má lesa greinina í heild sinni.

Eftir jafnteflið gegn Paderborn um helgina er Dortmund í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Dortmund mætir Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudag.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner