Marko Tanasic er hættur sem þjálfari KS/Leifturs í annarri deild karla eftir að hafa verið með liðið í eitt ár en áður þjálfaði hann KS á Siglufirði.
Tanasic sem er á 42.aldursári lék á árum áður með Keflavík en hann hefur þjálfað KS frá árinu 2002 og síðan sameiginlegt lið KS/Leifturs síðastliðið sumar.
KS/Leiftur endaði í áttunda sætinu í annarri deild karla í sumar en þetta var fyrsta árið sem þessi tvö lið tefla fram sameiginlegu liði.
Athugasemdir