Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 01. febrúar 2020 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Benzema gerði sigurmarkið gegn Atletico
Real Madrid 1 - 0 Atletico Madrid
1-0 Karim Benzema ('56)

Real Madrid lagði Atletico Madrid að velli í risaslag helgarinnar í spænska boltanum.

Liðin mættust á Santiago Bernabeu og sýndu heimamenn yfirburði í leiknum, þá sérstaklega eftir leikhlé.

Staðan var markalaus þar til Karim Benzema kom knettinum í netið eftir fyrirgjöf Ferland Mendy.

Fátt var um svör hjá Atletico og sigldu lærisveinar Zinedine Zidane fjórða deildarsigrinum í röð í höfn. Real Madrid er með sex stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar, en Barcelona á leik til góða annað kvöld.

Granada 2 - 1 Espanyol
0-1 Raul De Tomas ('27 , víti)
1-1 Darwin Machis ('38 )
2-1 Carlos Fernandez ('46 )

Granada tók þá á móti botnliði Espanyol fyrr í dag og lenti undir í fyrri hálfleik þegar Raul de Tomas skoraði úr vítaspyrnu.

Darwin Machis jafnaði fyrir leikhlé og skoraði Carlos Fernandez í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir frá Barcelona tóku öll völd á vellinum eftir að hafa lent undir og sóttu án afláts en vörn heimamanna hélt út allan seinni hálfleikinn. Aðeins tvær af sextán marktilraunum Espanyol eftir leikhlé rötuðu á rammann.

Granada er um miðja deild eftir sigurinn, fjórum stigum frá Evrópusæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner