Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mið 01. febrúar 2023 13:54
Elvar Geir Magnússon
Sabitzer verður í stúkunni á Old Trafford í kvöld - Sancho gæti spilað
Sabitzer er hér til vinstri.
Sabitzer er hér til vinstri.
Mynd: EPA
Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer, sem er kominn til Manchester United, verður meðal áhorfenda í kvöld þegar United tekur á móti Nottingham Forest í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.

Sabitzer, sem er 28 ára, er ekki kominn með leikheimild þar sem beðið er eftir því að atvinnuleyfi hans verður klárað. Hann verður í stúkunni í kvöld, nánar tiltekið í Sir Bobby Charlton stúkunni.

Sabitzer er 28 ára miðjumaður sem kom á láni frá Bayern München og verður hjá Rauðu djöflunum út tímabilið.

Sabitzer var sóttur vegna meiðsla Christian Eriksen sem snýr aftur í fyrsta lagi í apríl.

Sóknarleikmennirnir Jadon Sancho og Anthony Martial snúa aftur í leikmannahóp United í kvöld. Sancho hefur ekkert spilað síðan í október, meðal annars vegna andlegra vandamála. Martial meiddist gegn Manchester City þann 14. janúar.

Scott McTominay er að glíma við smávægileg meiðsli og er ekki með í kvöld og þá eru Luke Shaw og Diogo Dalot tæpir.

United vann 3-0 sigur í fyrri leiknum gegn Forest, í leik sem fram fór á City Ground.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner