Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Svona gæti byrjunarlið Chelsea verið eftir öll kaupin
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Graham Potter, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga.
Kepa Arrizabalaga.
Mynd: EPA
Benoit Badiashile.
Benoit Badiashile.
Mynd: Getty Images
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez var keyptur til Chelsea rétt fyrir gluggalok í gær, fyrir metupphæð eða um 107 milljónir punda.

Chelsea átti sögulegan glugga. Félagið eyddi um 288 milljónum punda í janúar en það er hærri upphæð en var eytt í þýsku Bundesligunni, spænsku La Liga, ítölsku A-deildinni og efstu deild Frakklands samanlagt.

Sjá einnig:
Söguleg eyðsla hjá Chelsea

Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur verið að endurnýja leikmannahópinn og meðal manna sem hafa komið inn eru úkraínska stjarnan Mykhaylo Mudryk, varnarmaðurinn Benoit Badiashile og portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix sem kom á láni frá Atletico Madrid.

Stjórinn Graham Potter fær nú það verkefni að búa til lið úr þessum svakalega leikmannahópi sem hann hefur milli handanna. Chelsea hefur bara unnið tvo af síðustu ellefu úrvalsdeildarleikjum og það er pressa á Potter að skila úrslitum eftir öll þessi leikmannakaup.

Mirror setti saman hugsanlegt byrjunarlið Chelsea eftir leikmannakaupin, horft er aðeins fram í tímann.

Í markinu er Kepa Arrizabalaga, sem er langt frá því að vera fullkominn en hefur gengið í gegnum ákveðna endurnýjun á þessu tímabili. Reece James og Ben Chilwell eru mikilvægir liðinu á meðan Marc Cucurella hefur alls ekki staðið undir væntingum.

Aðalliðshópur Chelsea:
Markverðir: Edouard Mendy, Kepa Arrizabalaga, Gabriel Slonina, Marcus Bettinelli
Varnarmenn: Reece James, Cesar Azpilicueta, Thiago Silva, Wesley Fofana, Benoit Badiashile, Trevoh Chalobah, Kalidou Koulibaly, Bashir Humphreys, Ben Chilwell, Marc Cucurella, Lewis Hall
Miðjumenn: Enzo Fernandez, N'Golo Kante, Mateo Kovacic, Denis Zakaria, Mason Mount, Conor Gallagher, Ruben Loftus-Cheek, Carney Chukwuemeka, Andrey Santos
Framherjar: Mykhailo Mudryk, Kai Havertz, Joao Felix, Raheem Sterling, Christian Pulisic, Noni Madueke, Armando Broja, Pierre-Emerick Aubameyang, Hakim Ziyech, David Datro Fofana, Omari Hutchinson.


Kletturinn í vörninni verður áfram hinn 38 ára gamli Thiago Silva, sama hvort liðið spilar þriggja manna eða fjögurra manna vörn. Spurning er hvort Badiashile verði við hans hlið eða Kalidou Koulibaly, sem hefur átt ansi misjafna leiki síðan hann kom frá Napoli. Wesley Fofana, sem keyptur var frá Leicester en er meiddur, er álitinn arftaki Silva til langs tíma.

Enzo Fernandez ætti að vera fyrsta nafn á blað þegar hann er kominn á stað og gæti myndað öflugt teymi með Mateo Kovacic. Allt bendir til þess að N'Golo Kante yfirgefi félagið í sumar.

Mason Mount er uppalinn hjá félaginu og er í uppáhaldi stuðningsmanna, Mudryk átti lofandi byrjun í fyrsta leik sínum fyrir Chelsea og Kai Havertz mun áfram leiða sóknina. Pierre-Emerick Aubameyang er kominn út í kuldann og Armando Broja meiddur.

Joao Felix, Raheem Sterling og Christian Pulisic berjast um sæti í liðinu. Svo er það hinn tvítugi Noni Madueke sem keyptur var frá PSV Eindhoven í janúarglugganum.

Potter er hrifinn af því að hræra í leikkerfinu og gæti spilað með þriggja manna vörn, þar gæti Fofana komið inn þegar hann snýr af meiðslalistanum.

Það eru margar spurningar. Hvað verður um Sterling, sem hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom? Hversu lengi endist Silva? Hvað gerist ef James eða Chilwell meiðast aftur? Hvað verður um Romelu Lukaku sem gæti snúið til baka í sumar?
Athugasemdir
banner
banner
banner