Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2023 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Mér fannst þetta ekki vera brot
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Diogo Jota var dæmdur brotlegur
Diogo Jota var dæmdur brotlegur
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var ánægður með viðbrögð liðsins í 2-0 sigrinum á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Virgil van Dijk og Mohamed Salah skoruðu mörk Liverpool á þriggja mínútna kafla seint í síðari hálfleik en stuttu áður hafði Paul Tierney, dómari leiksins, dæmt mark af liðinu.

Darwin Nunez hafði þá skorað af stuttu færi eftir að Diogo Jota keyrði sig í gegnum vörnina. Markið var dæmt af þar sem Jota var talinn brotlegur í aðdragandanum.

Jota var ýtt á Max Kilman og því markið dæmt af en Klopp var ekki sáttur við að dómarinn dæmdi brot á það.

„Við náðum að stjórna leiknum án þess að skapa eitthvað svakalega mikið en við fundum taktinn. Við byrjuðum fyrri erfiðlega en svo skoruðum við glæsilegt mark sem var dæmt af og oft þegar það gerist verður staðan áfram 0-0 eða við töpum undir lok leiksins, en strákarnir vildu þetta rosalega mikið.“

„Ég horfði aftur á þetta og mér fannst þetta ekki vera brot. Þegar þetta er skoðað hægt í endursýningu virðist allt vera brot en það var mikilvægt að bregðast við eins og við gerðum. Við þurftum virkilega á þessu að halda í geggjuðu andrúmslofti.“

„Það þarf að brjóta andstæðinginn niður skref fyrir skref. Í þessum 420 leikjum sem ég hef verið hérna er ekki oft sem andstæðingurinn gerir mistök og gefur auðveld mörk.“


Næsti leikur er gegn erkifjendunum í Manchester United á Anfield.

„Þetta er stór leikur hvernig sem á það er litið og það gegn liði sem er í góðu formi. Við þurfum að vera klárir og munum gefa þeim alvöru leik,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner