Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   mið 04. júní 2025 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alli Jói rosalega þakklátur Græna hernum: Þykir vænt um þetta
Lengjudeildin
Alli Jói.
Alli Jói.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Albi fékk sérstakt hrós frá þjálfaranum sínum.
Albi fékk sérstakt hrós frá þjálfaranum sínum.
Mynd: Völsungur
„Hamingja, gleði, ánægður með strákana, við unnum fyrir þessum þremur stigum," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir 1-3 sigur síns liðs gegn Þór í Boganum í kvöld.

Þór komst yfir í leiknum en Völsungur náði að snúa taflinu við fyrir leikhlé.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Völsungur

„Við leyfðum okkur að vera ofan í baráttu og djöfulgangi. Við höfum mikið meiri gæði en fólk heldur held ég, og stundum meiri en við sjálfir leyfum okkur að trúa. Í þessum leik þurftum við að komast yfir aðra hluti áður en við gátum farið að sýna það og þá skein það líka í gegn."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.

Fyrirliði Völsungs, Arnar Pálmi Kristjánsson, kom Völsungi yfir með mjög góðu hægri fótar skoti þegar laus bolti féll vel fyrir hann utarlega í vítateig Þórsara.

„Það var bara frábært. Arnar er frábær leikmaður, átti ekki góðan dag síðast, en kom til baka hérna eins og alvöru fyrirliði gerir. Hann leiðir liðið oft meira í hlutum sem hann gerir heldur en segir og þetta var eitt af því."

Stemningin var í Boganum góð og var það aðallega vegna þess að Húsvíkingar í stúkunni, Græni herinn, lét vel í sér heyra. „Mér þykir vænt um þetta, er rosalega þakklátur þegar við náum þessu upp. Ég ætla vona að þetta sé eitthvað sem koma skal. Auðvitað þegar spilað er inni og fólk situr þétt þá heyrist meira. Ég er rosalega þakklátur fólkinu sem kom, söng og kallaði. Ég vona að þetta sé eitthvað sem koma skal."

Alli Jói er ánægður með stigasöfnunina en meðvitaður um að stutt sé búið af mótinu. „Við höfum ekki alveg fundið okkar besta hingað til, þetta var mögulega okkar besta frammistaða. Við höfum verið að slípa okkur saman."

Þjálfarinn var sérstaklega ánægður með frammistöðu Inigo Albizuri í hjarta varnarinnar. „Hafsentinn hjá mér, Albi, fannst mér framúrskarandi. Fyrst þú baðst um einn þá byrja ég þar, en ég gæti haldið áfram," sagði þjálfarinn.
Athugasemdir