Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   mið 04. júní 2025 22:42
Stefán Marteinn Ólafsson
„Mun halda áfram að gera allt sem ég get til þess að lyfta þessum klúbb á hærra level"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Fjölni á JBÓ vellinum í kvöld þegar sjötta umferð Lengjudeildarinnar fór fram.

Njarðvíkingar náðu snemma forystu í leiknum en Fjölnismenn náðu að jafna stuttu seinna og þar við sat.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Gríðarlega svekkjandi að missa tvö stig hérna. Þetta var ekki fallegur fótbolti" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

„Þetta er ekki fótbolti sem að við viljum spila. Vindur hafði náttúrlulega mikið að segja og það var erfitt að spila á þessum velli. Hann var orðin þurr og boltinn skoppar. Við náðum ekki alveg einhverjum rythma og svo erum við að mæta liði sem ég veit ekki hvort að þeir hafi náð tveimur sendingum áður en þeir bomba honum bara eitthvað burt" 

„Tempóið var lítið í þessum leik og leiðinlegt að sjá að hitt liðið sé byrjað að tefja hérna á 46. mínútu og henda sér niður í hvert einasta skipti og dómarinn fellur í þá gryfju að vera spjalla í fimm mínútur við hvert einasta brot eða ekki brot" 

Njarðvíkingar hafa talað um að þeir vilji vera í toppbaráttu svo þetta eru tvö rándýr stig fyrir þeirra baráttu.

„Við viljum vera í toppnum og við toppinn og þá þurfum við á hverju einasta stigi að halda. Hérna í dag þá mætum við Fjölnisliði sem er vængbrotið en því miður þá bara náðum við ekki að klára þennan leik" 

Amin Cosic var á dögunum seldur til KR frá Njarðvík. 

„Klúbburinn ákveður það að selja hann á þessum tímapunkti. Ég get alveg sagt þér það að frá mínum bæjardyrum þá hefði maður auðvitað vilja halda honum áfram og hann myndi klára tímabilið með okkur, halda áfram að þroskast" 

„Þeir fengu bara tilboð sem var erfitt að segja nei við og það er ekkert við því að gera, ég er bara þjálfarinn hérna. Fyrir mitt persónulega leyti þá finnst mér bara frábært að Amin fái þetta tækifæri" 

„Ég fékk hann í hendurnar fyrir einu og hálfu ári síðan mjög brotinn ungan strák sem ég sá strax að það væri eitthvað þarna, það var einhver X-factor þarna sem ég sá allavega. Bæði ég og teymið mitt eru búnir að vera vinna markvisst að því gera hann að eins góðum leikmanni og hægt er og láta hann trúa á það hvað hann er góður þegar hann vill og hann er búin að sýna það finnst mér í þessum fyrstu leikjum í þessu móti. Við hefðum viljað halda honum áfram og klára þetta mót aðmennilega með okkur en það er eins og það er bara" 

Bæði Njarðvík og Gunnar Heiðar sjálfur hafa fengið lof fyrir flotta frammistöðu í upphafi móts. Nafn Gunnars Heiðars hefur jafnvel fengið að hljóma í sögusögnum um störf í Bestu deild. 

„Ég er ekkert að pæla í þessu. Ég er búin að vera í þessum bolta eiginlega alla ævi og veit alveg hvernig þetta virkar þessi heimur. Ég er bara að fókusa á mitt verkefni. Ég er ennþá samningsbundinn Njarðvík og það er minn fókus að gera eins vel og ég get og halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera gera hérna."

„Ég seldi nú stjórninni fyrir tveimur árum síðan að ég gæti gert einhverja X hluti með þá og mér finnst við vera á góðri leið þangað og það er ekkert búið. En við vitum það líka að hlutir eru mjög fljótir að gerast í fótboltaheiminum og ég var nú vitni að því mjög oft þegar ég var að spila í atvinnumennskunni. Það er bara eins og það er og þetta er nú bara fótboltinn og lífið heldur áfram. Meðan ég er hérna mun ég halda áfram að gera allt sem ég get gert til þess að lyfta þessum klúbb á hærra level" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner