Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 04. júní 2025 22:42
Stefán Marteinn Ólafsson
„Mun halda áfram að gera allt sem ég get til þess að lyfta þessum klúbb á hærra level"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík tók á móti Fjölni á JBÓ vellinum í kvöld þegar sjötta umferð Lengjudeildarinnar fór fram.

Njarðvíkingar náðu snemma forystu í leiknum en Fjölnismenn náðu að jafna stuttu seinna og þar við sat.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Gríðarlega svekkjandi að missa tvö stig hérna. Þetta var ekki fallegur fótbolti" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik.

„Þetta er ekki fótbolti sem að við viljum spila. Vindur hafði náttúrlulega mikið að segja og það var erfitt að spila á þessum velli. Hann var orðin þurr og boltinn skoppar. Við náðum ekki alveg einhverjum rythma og svo erum við að mæta liði sem ég veit ekki hvort að þeir hafi náð tveimur sendingum áður en þeir bomba honum bara eitthvað burt" 

„Tempóið var lítið í þessum leik og leiðinlegt að sjá að hitt liðið sé byrjað að tefja hérna á 46. mínútu og henda sér niður í hvert einasta skipti og dómarinn fellur í þá gryfju að vera spjalla í fimm mínútur við hvert einasta brot eða ekki brot" 

Njarðvíkingar hafa talað um að þeir vilji vera í toppbaráttu svo þetta eru tvö rándýr stig fyrir þeirra baráttu.

„Við viljum vera í toppnum og við toppinn og þá þurfum við á hverju einasta stigi að halda. Hérna í dag þá mætum við Fjölnisliði sem er vængbrotið en því miður þá bara náðum við ekki að klára þennan leik" 

Amin Cosic var á dögunum seldur til KR frá Njarðvík. 

„Klúbburinn ákveður það að selja hann á þessum tímapunkti. Ég get alveg sagt þér það að frá mínum bæjardyrum þá hefði maður auðvitað vilja halda honum áfram og hann myndi klára tímabilið með okkur, halda áfram að þroskast" 

„Þeir fengu bara tilboð sem var erfitt að segja nei við og það er ekkert við því að gera, ég er bara þjálfarinn hérna. Fyrir mitt persónulega leyti þá finnst mér bara frábært að Amin fái þetta tækifæri" 

„Ég fékk hann í hendurnar fyrir einu og hálfu ári síðan mjög brotinn ungan strák sem ég sá strax að það væri eitthvað þarna, það var einhver X-factor þarna sem ég sá allavega. Bæði ég og teymið mitt eru búnir að vera vinna markvisst að því gera hann að eins góðum leikmanni og hægt er og láta hann trúa á það hvað hann er góður þegar hann vill og hann er búin að sýna það finnst mér í þessum fyrstu leikjum í þessu móti. Við hefðum viljað halda honum áfram og klára þetta mót aðmennilega með okkur en það er eins og það er bara" 

Bæði Njarðvík og Gunnar Heiðar sjálfur hafa fengið lof fyrir flotta frammistöðu í upphafi móts. Nafn Gunnars Heiðars hefur jafnvel fengið að hljóma í sögusögnum um störf í Bestu deild. 

„Ég er ekkert að pæla í þessu. Ég er búin að vera í þessum bolta eiginlega alla ævi og veit alveg hvernig þetta virkar þessi heimur. Ég er bara að fókusa á mitt verkefni. Ég er ennþá samningsbundinn Njarðvík og það er minn fókus að gera eins vel og ég get og halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera gera hérna."

„Ég seldi nú stjórninni fyrir tveimur árum síðan að ég gæti gert einhverja X hluti með þá og mér finnst við vera á góðri leið þangað og það er ekkert búið. En við vitum það líka að hlutir eru mjög fljótir að gerast í fótboltaheiminum og ég var nú vitni að því mjög oft þegar ég var að spila í atvinnumennskunni. Það er bara eins og það er og þetta er nú bara fótboltinn og lífið heldur áfram. Meðan ég er hérna mun ég halda áfram að gera allt sem ég get gert til þess að lyfta þessum klúbb á hærra level" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner