Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 13:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver Bjerrum Jensen í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Oliver Bjerrum Jensen.
Oliver Bjerrum Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Oliver Jensen hefur samið við Aftureldingu á nýjan leik og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Oliver var á láni hjá Aftureldingu frá Randers síðastliðið sumar og átti frábært tímabil en hann spilaði alla 25 leiki Aftureldingar í Lengjudeildinni og skoraði í þeim fjögur mörk.

Þessi 21 árs gamli leikmaður er nú laus allra mála frá Randers og hefur samið við Aftureldingu út komandi tímabil. Oliver er mættur til landsins og byrjaður að taka þátt af fullum krafti í undirbúningi fyrir sumarið.

„Það er mjög góð tilfinning að koma aftur til Aftureldingar. Ég átti mjög góðan tíma hér í fyrra og fólkið í kringum félagið tók vel á móti mér. Þetta er klárlega góð tilfinning," segir Oliver en hann var einnig orðaður við Vestra.

„Ég ræddi við nokkur félög á Danmörku og í Íslandi en mér fannst það ekki passa fyrir mig. Vonir mínar eru að við berjumst um að komast upp í ár. Að mínu mati voru vonbrigði að ná því ekki í fyrra. Félagið verðskuldar að komast upp og við munum gera allt sem við getum til að láta það ganga. Stuðningsmennirnir sýndu frábæran stuðning í fyrra og það var mikilvægt fyrir okkur. Vonandi getið þið hjálpað okkur aftur þannig að við náum að komast saman upp um deild."

Afturelding hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði gegn Vestra í umspilinu. Stefnan er eflaust sett á það að fara upp í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner