Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 01. apríl 2023 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Lewandowski skoraði tvö í sigri Barcelona
Robert Lewandowski skoraði tvö
Robert Lewandowski skoraði tvö
Mynd: EPA
Barcelona vann auðveldan 4-0 sigur á Elche í La Liga á Spáni í kvöld og er forystu þeirra á toppnum nú komin í fimmtán stig.

Lærisveinar Xavi eru að höndla pressuna vel í titilbaráttunni og kikna ekki í hnjánum.

Robert Lewandowski skoraði fyrsta markið eftir skallasendingu frá Ronald Araujo áður en Ansu Fati tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleiknum með stórkostlegu skoti fyrir utan teig.

Lewandowski gerði þriðja markið með góðu skoti áður en Ferran Torres rak síðasta naglann í kistu Elche. Barcelona er með 71 stig í efsta sætinu en Elche á botninum með 13 stig.

Sevilla vann 2-0 sigur á Cadiz. Lucas Ocampos, sem var fyrri hluta tímabils hjá Ajax, gerði fyrra markið en Youssef En-Nesyri síðara markið um fimmtán mínútum fyrir leikslok. Sevilla er í 13. sæti með 31 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cadiz 0 - 2 Sevilla
0-1 Lucas Ocampos ('51 )
0-2 Youssef En-Nesyri ('74 )

Elche 0 - 4 Barcelona
0-1 Robert Lewandowski ('20 )
0-2 Ansu Fati ('56 )
0-3 Robert Lewandowski ('66 )
0-4 Ferran Torres ('70 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner