
Ólafur Þórðarson klappar fyrir Örvari Sæ dómara í leiknum í dag þegar hann taldi dómarann hafa haft rangt fyrir sér.
,,Munurinn á þessum liðum er að þeir eru með leikmenn í aðeins hærri gæðaflokki en við og þeir klára færin sín betur en við," sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings R. eftir 1-0 tap liðsins gegn FH í kvöld.
,,Við fengum fleiri færi en þeir en það er ekki nóg, það þarf að skora úr þeim. Við eigum ekki skot á rammann. Robbi þarf ekki að verja eitt né neitt. Það eina var þetta úthlaup á móti Pape. Við erum fínum í skotstöðum trekk í trekk og neglum þessu öllu út í bláinn. Svekkjandi."
,,Við fengum fleiri færi en þeir en það er ekki nóg, það þarf að skora úr þeim. Við eigum ekki skot á rammann. Robbi þarf ekki að verja eitt né neitt. Það eina var þetta úthlaup á móti Pape. Við erum fínum í skotstöðum trekk í trekk og neglum þessu öllu út í bláinn. Svekkjandi."
Víkingar vildu sjá Emil Pálsson fá rauða spjaldið í fyrri hálfleik þar sem þeir töldu að hann hefði gefið Igor Taskovic olnbogaskot þegar boltinn var víðsfjarri.
,,Ég var ekki alveg nógu sáttur við dómgæsluna. Þetta var frekar 60/40 í kvöld. Mér fannst halla verulega á okkur í dómgæslunni en það var ekki það sem skipti sköpun samt sem áður."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir