Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 01. júní 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Vill yfirgefa München og fara til Parísar
Franski bakvörðurinn Lucas Hernandez hefur tilkynnt félagi sínu, Bayern München, að hann vilji ekki skrifa undir framlengingu á samningi sínum í Bæjaralandi. Núgildandi samningur er til 2024.

Hernandez hefur ekki spilað síðan hann meiddist í fyrstu umferð HM í Katar, gegn Ástralíu.

Bayern hefur boðið Hernandez nýjan samning sem gildir til 2027 en leikmaðurinn sjálfur er sagður vilja ganga í raðir Paris St-Germain.


Þrátt fyrir að Bayern München hafi landað þýska meistaratitlinum ellefta árið í röð er ekki mikil ánægja með frammistöðu liðsins í heildina þegar horft er á tímabilið.

Stórar breytingar hafa átt sér stað bak við tjöldin og þá vill félagið endurnýja leikmannahóp sinn. Þýska blaðið Bild segir að Bayern sé tilbúið að hlusta á tilboð í Serge Gnabry, Leroy Sane, og Sadio Mane svo einhverjir séu nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner