Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. júní 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Vill yfirgefa München og fara til Parísar
Lucas Hernandez og Glódís Perla Viggósdóttir fagna árangri Bayern München.
Lucas Hernandez og Glódís Perla Viggósdóttir fagna árangri Bayern München.
Mynd: Getty Images
Franski bakvörðurinn Lucas Hernandez hefur tilkynnt félagi sínu, Bayern München, að hann vilji ekki skrifa undir framlengingu á samningi sínum í Bæjaralandi. Núgildandi samningur er til 2024.

Hernandez hefur ekki spilað síðan hann meiddist í fyrstu umferð HM í Katar, gegn Ástralíu.

Bayern hefur boðið Hernandez nýjan samning sem gildir til 2027 en leikmaðurinn sjálfur er sagður vilja ganga í raðir Paris St-Germain.


Þrátt fyrir að Bayern München hafi landað þýska meistaratitlinum ellefta árið í röð er ekki mikil ánægja með frammistöðu liðsins í heildina þegar horft er á tímabilið.

Stórar breytingar hafa átt sér stað bak við tjöldin og þá vill félagið endurnýja leikmannahóp sinn. Þýska blaðið Bild segir að Bayern sé tilbúið að hlusta á tilboð í Serge Gnabry, Leroy Sane, og Sadio Mane svo einhverjir séu nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner