fös 01. júlí 2022 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bremer: Skiptir mestu að spila í Meistaradeildinni
Hinn 25 ára gamli Bremer hefur spilað 98 leiki í Serie A.
Hinn 25 ára gamli Bremer hefur spilað 98 leiki í Serie A.
Mynd: EPA

Gleison Bremer, eftirsóttur varnarmaður Torino, viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hvað framtíðin beri í skauti sér.


Bremer hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Torino og er eftirsóttur af Inter, PSG, Arsenal og Tottenham meðal annars.

Arsenal getur líklegast gleymt því að lokka Bremer til sín eftir nýjustu ummæli Brassans. „Ég veit ekki hvort ég muni spila á Ítalíu eða ekki á næstu leiktíð. Það sem skiptir mig mestu máli er að spila í Meistaradeildinni," sagði Bremer við Flow Sport Club.

Torino vill 50 milljónir evra fyrir Bremer, sem hefur aldrei spilað landsleik.

„Eiginkona mín er með ítalskan ríkisborgararétt og ég get öðlast hann í gegnum hana. Það væri draumur fyrir mig að fá landsliðskallið hjá Brasilíu en ef það gerist ekki þá gæti ég spilað fyrir Ítalíu."


Athugasemdir
banner
banner