Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Efnileg Nína framlengir við Fylki
Mynd: Fylkir

Nína Zinovieva, fædd 2007, er búin að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við Fylki sem gildir út tímabilið 2024.


Nína hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Fylkis í Lengjudeildinni þrátt fyrir ungan aldur.

Hún er uppalin í Árbæ og spilaði í gegnum yngri flokka Fylkis. Hún hefur spilað 13 meistaraflokksleiki með Fylki, þar af sjö í Lengjudeildinni.

Fylkir hefur ekki átt sérstaklega góða byrjun á deildartímabilinu og er í fallbaráttu með sjö stig eftir átta umferðir.

Nína hefur ekki spilað fyrir yngri landsliðin en hefur þó verið valin í úrtakshóp fyrir U16 ára liðið.

„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að leikmenn haldi tryggð við félagið og ætli sér að koma því í deild þeirra bestu!" segir í færslu Fylkis á Facebook.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner