Liverpool hefur áhuga á að kaupa Anthony Gordon frá Newcastle en fjallað hefur verið um það í enskum fjölmiðlum.
Gordon steig sín fyrstu skref í aðalliðsfótbolta með Everton en þegar hann var yngri þá var hann hjá Liverpool.
Telegraph fjallar um það í dag að Gordon sé gríðarlega spenntur fyrir því að ganga í raðir Liverpool og áhuginn sé að trufla hann.
Gordon, sem er núna með Englandi á Evrópumótinu, hélt á einum tímapunkti að hann væri að ganga í raðir Liverpool en það gekk ekki eftir og mun líklega ekki ganga aftur.
Newcastle hefur áhyggjur af hugarástandi hans þegar hann snýr til baka á undirbúningstímabilið út af áhuga Liverpool.
Newcastle keypti Gordon fyrir 45 milljónir punda frá Everton í janúar 2023 en Gordon ýtti sjálfur mjög á eftir skiptunum. Ólíklegt er þó að hann geri slíkt aftur.
Athugasemdir