Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Cecilía taki frábært skref - „Hún muni ná gríðarlega langt"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís og Cecilía.
Glódís og Cecilía.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta frábært skref fyrir hana," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er hún var spurð út í félagaskipti Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til Inter, á fréttamannafundi í dag.

Það var tilkynnt í morgun að ítalska félagið hefði keypt Cecilíu frá Bayern München. Kaupverðið er í kringum 120 þúsund evrur sem gerir hana að næst dýrasta markverði í sögu kvennaboltans.

Cecilía var á láni hjá Inter frá Bayern á síðustu leiktíð og var besti markvörður ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Cecilía er núna á EM með Íslandi en það er fyrsti leikur á morgun gegn Finnlandi. Glódís sat fyrir svörum á fréttamannafundi og var það spurð út í þetta skref markvarðarins efnilega.

„Hún er búin að vera frábær með Inter seinasta árið og hefur vaxið mikið, tekið gríðarleg skref fram á við. Hún er að spila hverja einustu mínútu og það er akkúrat það sem hún þarf sem markvörður. Ef hún er á stað þar sem henni finnst hún vera að bæta sig, fær ábyrgð og getur haldið áfram að vaxa þá er þetta fullkomið," sagði Glódís jafnframt og bætti við:

„Ég hef fulla trú á því að hún muni halda áfram að verða betri og ég held að hún muni ná gríðarlega langt."

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner