City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Senda Sarr aftur til Strasbourg
Mynd: Franska fótboltasambandið
Mynd: EPA
Chelsea er búið að samþykkja að senda Mamadou Sarr aftur til Strasbourg á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

Sarr er bráðefnilegur varnarmaður en Chelsea borgaði tæpar 15 milljónir evra til að kaupa hann frá systurfélagi sínu Strasbourg fyrr á árinu.

Sarr, sem á tvítugsafmæli í ágúst, skrifaði undir átta ára samning við Chelsea og verður núna sendur aftur til Strasbourg til að halda þróun sinni áfram.

Sarr hefur verið mikilvægur hlekkur upp ógnarsterk yngri landslið Frakka og stóð sig mjög vel með Strasbourg á síðustu leiktíð eftir að félagið keypti hann úr röðum Lyon.

Strasbourg borgaði 10 milljónir til að kaupa hann og græðir því á að selja hann áfram til Chelsea.

Liam Rosenior þjálfari Strasbourg hefur sagt að stefnan sé sett á að ná topp 5 sæti í frönsku deildinni á komandi leiktíð. Sarr gæti reynst afar mikilvægur fyrir þau áform.

Á síðustu leiktíð léku Djordje Petrovic, Andrey Santos og Caleb Wiley á láni hjá Strasbourg frá Chelsea, auk þess sem franska félagið keypti Diego Moreira frá systurfélagi sínu.

Talið er að Mike Penders, Aaron Anselmino, Kendry Páez og Mathis Amougou muni allir vera sendir frá Chelsea til Strasbourg fyrir komandi leiktíð.

Franskir fjölmiðlar hafa þó sett stórt spurningarmerki við félagaskipti Sarr útaf lána- og skráningarreglum FIFA.
Athugasemdir
banner
banner